Annað ráðuneyti Geirs Haarde

(Endurbeint frá Þingvallastjórnin)

Önnur ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ríkisstjórn Íslands ríkisstjórn Íslands frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í henni sátu ráðherrar frá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni. Hún tók við völdum 24. maí 2007 í kjölfar þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu að slíta samstarfi sínu vegna naums þingmeirihluta eftir Alþingiskosningarnar 2007. Ríkisstjórnin hafði einn rúmasta meirihluta sem ríkisstjórn hefur haft á Alþingi, 43 menn en einungis 20 þingmenn voru í stjórnarandstöðu.

Stór hluti viðræðnanna í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar fór fram á Þingvöllum og þar undirrituðu formenn stjórnarflokkana jafnframt stjórnarsáttmálann 23. maí 2007. Þess vegna hefur stjórnin verið kölluð Þingvallastjórnin.

Geir H. Haarde baðst lausnar fyrir ríkisstjórnina 26. janúar 2009 vegna erfiðleika í samstarfi flokkanna í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins í október 2008. Samfylkingin myndaði í kjölfarið minnihlutastjórn með Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sem tók við völdum 1. febrúar 2009.

Ráðherrar stjórnarinnar voru:

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Fyrsta ráðuneyti Geirs H. Haarde
Ríkisstjórn Íslands
(24. maí 200726. janúar 2009)
Eftirmaður:
Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur