Ragnar Lárusson (13. desember 193531. desember 2007), þekktur sem Ragnar Lár, var íslenskur myndlistarmaður, bókaskreytingarmaður og auglýsingahönnuður. Hann er þekktastur fyrir skopmyndir sínar sem birtust í Þjóðviljanum („Láki og lífið“), Vísi og Dagblaðinu („Boggi blaðamaður“) og mánaðarritinu Speglinum, og myndskreyttar barnabækur eins og Mola litla. Hann myndskreytti einnig fjölda bóka eftir aðra höfunda.

Helstu verk

breyta
  • (1965) Láki og lífið - safn skopmynda sem höfðu birst í Þjóðviljanum
  • (1968-1975) Moli litli - 7 bindi
  • (1969) Valdemar víkingur - birtist áður sem myndasaga í Stundinni okkar
  • (1975) Nýja fótboltaspilið - borðspil
  • (1989) Boggi: 50 frumreglur í golfleik