Lee Hazlewood (9. júlí 19294. ágúst 2007) var bandarískur kántrýsöngvari og lagahöfundur. Hann var þekktastur undir lok 6. áratugarins þegar hann var í samstarfi við gítarleikarann Duane Eddy og á 7. áratugnum þegar hann vann með Nancy Sinatra. Þekktustu lög Hazlewoods eru þau sem Sinatra söng, eins og „These Boots Are Made For Walkin“, „Jackson“ og „Summer Wine“ sem var þýtt á íslensku sem „Sumarást“ og flutt af Hljómsveit Ingimars Eydal.

Lee Hazlewood

Eftir 1970 dró hann sig að mestu leyti í hlé og flutti til Stokkhólms. Í Svíþjóð framleiddi hann klukkutíma langan sjónvarpsþátt, Cowboy in Sweden. Þátturinn vann til fjölda verðlauna og eitt af lögunum úr þættinum, dúett sem hann söng með Ninu Lizell, „Vem kan segla förutan vind“, varð gríðarvinsælt.

Eitt af síðustu verkum Hazlewoods var söngur á hljómplötu Amiinu, Hilli (At The Top Of The World).