Salómonseyjar

Salómonseyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi, austan við Papúu Nýju-Gíneu og norðan við Vanúatú. Eyjaklasinn telur fleiri en 990 eyjar sem samanlagt eru yfir 28 þúsund ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg landsins, Honíara, er á eyjunni Guadalcanal. Í Salómonseyjaklasanum er, auk Salómonseyja, Bougainville-eyja sem tilheyrir Papúu-Nýju Gíneu.

Solomon Islands
Fáni Salómonseyja Skjaldarmerki Salómonseyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
To Lead is to Serve
Þjóðsöngur:
God Save Our Solomon Islands
Staðsetning Salómonseyja
Höfuðborg Honíara
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

drottning
landstjóri
forsætisráðherra
Elísabet 2.
David Vunagi
Manasseh Sogavare
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
140. sæti
28.896 km²
3,2
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
170. sæti
538.000
18,6/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 1,725 millj. dala (169. sæti)
 - Á mann 3.191 dalir (139. sæti)
Gjaldmiðill salómonseyjadalur
Tímabelti UTC+11
Þjóðarlén .sb
Landsnúmer 677

Talið er að menn hafi siglt til eyjanna frá Nýju Gíneu fyrir um 30.000 árum síðan. Spænski skipstjórinn Álvaro de Mendaña kom þangað fyrstur Evrópumanna árið 1568. Hann gaf þeim nafn sitt. Árið 1893 fékk Bretland yfirráð sín yfir eyjunum viðurkennd. Í Síðari heimsstyrjöld fóru miklir bardagar milli bandarískra og japanskra hermanna fram á eyjunum.

Salómonseyjar fengu heimastjórn árið 1976 og fullt sjálfstæði tveimur árum síðar. Salómonseyjar eru hluti af Breska samveldinu og Bretadrottning er þjóðhöfðingi þeirra.

StjórnsýslueiningarBreyta

Salómonseyjum er skipt í 10 stjórnsýsluumdæmi: níu héruð og höfuðborgina, Honiara.

Umdæmin eru:

  1. Central Province
  2. Choiseul
  3. Guadalcanal
  4. Isabel
  5. Makira-Ulawa
  6. Malaita
  7. Rennell og Bellona
  8. Temotu
  9. Western Province
  10. Honiara


 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.