Salómonseyjar
Salómonseyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi, austan við Papúu Nýju-Gíneu og norðan við Vanúatú. Eyjaklasinn telur fleiri en 990 eyjar sem samanlagt eru yfir 28 þúsund ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg landsins, Honíara, er á eyjunni Guadalcanal. Í Salómonseyjaklasanum er, auk Salómonseyja, Bougainville-eyja sem tilheyrir Papúu-Nýju Gíneu.
Salómonseyjar | |
Solomon Islands | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: To Lead is to Serve (enska) Að leiða er að þjóna | |
Þjóðsöngur: God Save Our Solomon Islands | |
Höfuðborg | Honíara |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Karl 3. |
Landstjóri | Sir David Vunagi |
Forsætisráðherra | Jeremiah Manele |
Sjálfstæði | |
• frá Bretlandi | 7. júlí 1978 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
139. sæti 28.896 km² 3,2 |
Mannfjöldi • Samtals (2023) • Þéttleiki byggðar |
162. sæti 784.887 25,3/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2024 |
• Samtals | 2,056 millj. dala (184. sæti) |
• Á mann | 2.712 dalir (174. sæti) |
VÞL (2021) | 0.564 (156. sæti) |
Gjaldmiðill | salómonseyjadalur |
Tímabelti | UTC+11 |
Þjóðarlén | .sb |
Landsnúmer | +677 |
Talið er að menn hafi siglt til eyjanna frá Nýju Gíneu fyrir um 30.000 árum síðan. Spænski skipstjórinn Álvaro de Mendaña kom þangað fyrstur Evrópumanna árið 1568. Hann gaf þeim nafn sitt. Árið 1893 fékk Bretland yfirráð sín yfir eyjunum viðurkennd. Í Síðari heimsstyrjöld fóru miklir bardagar milli bandarískra og japanskra hermanna fram á eyjunum.
Salómonseyjar fengu heimastjórn árið 1976 og fullt sjálfstæði tveimur árum síðar. Salómonseyjar eru hluti af Breska samveldinu og Bretakonungur er þjóðhöfðingi þeirra.
Heiti
breytaÁrið 1568 kom spænski landkönnuðurinn Álvaro de Mendaña til eyjaklasans, fyrstur Evrópumanna. Hann nefndi eyjarnar Islas Salomón eftir Salómon konungi úr Biblíunni.[1] Sagt er að hann hafi gefið þeim þetta nafn því hann ímyndaði sér að þær byggju yfir miklum auðæfum[2] og taldi þær vera hina goðsögulegu borg Ófír úr Biblíunni.[3] Megnið af nýlendutímanum var opinbert heiti eyjanna Verndarsvæði Bresku Salómonseyja, en árið 1975 var því breytt í Salómonseyjar.[4][5]
Landfræði
breytaSalómonseyjar eru eyríki austan við Papúu Nýju-Gíneu. Aðaleyjarnar eru sex talsins en auk þeirra eru yfir 900 minni eyjar. Stærstur hlutinn er á fjalllendum eyjum Salómonseyja, Choiseul-eyju, Shortland-eyjum, Nýju-Georgíueyjum, Santa Isabel-eyju, Russell-eyjum, Flórídaeyjum, Tulagi, Malaita, Marakasike, Ulawa, Owaraha, Makira og aðaleyjunni Guadalcanal. Bougainville-eyja er stærst Salómonseyja en tilheyrir Papúu Nýju-Gíneu. Salómonseyjar ná líka yfir ytri kóralrif og eyjar á borð við Sikaina, Rennell-eyju, Bellona-eyju, Santa Cruz-eyjar og fjarlægu smáeyjarnar Tikopia, Anuta og Fatutaka.
Eyjarnar liggja milli 4. og 13. breiddargráðu suður og 155. og 169. lengdargráðu austur. Fjarlægðin milli vestustu og austustu eyjanna er um 1.500 km. Santa Cruz-eyjar (sem Tikopia tilheyrir) eru norðan við Vanúatú og er um 200 km frá öðrum eyjum.
Stjórnmál
breytaStjórnsýslueiningar
breytaSalómonseyjum er skipt í 10 stjórnsýsluumdæmi: níu héruð og höfuðborgina, Honiara.
Umdæmin eru:
Tilvísanir
breyta- ↑ „Alvaro de Mendaña de Neira, 1542?–1595“. Princeton University Library. Sótt 8. febrúar 2013.
- ↑ „Lord GORONWY-ROBERTS, speaking in the House of Lords, HL Deb 27 April 1978 vol 390 cc2003-19“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 mars 2016. Sótt 19. nóvember 2014.
- ↑ HOGBIN, H. In, Experiments in Civilization: The Effects of European Culture on a Native Community of the Solomon Islands, New York: Schocken Books, 1970
- ↑ ‘International Encyclopedia of Comparative Law: Instalment 37’ edited by K. Zweigert, S-65
- ↑ The British Solomon Islands Protectorate (Name of Territory) Order 1975