Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy (fullt nafn: Nicolas Paul Stéphane Sárközy de Nagy-Bócsa) (fæddur 28. janúar 1955 í Paris) er franskur stjórnmálamaður og var forseti Frakklands frá 16. maí 2007 (þegar Jacques Chirac lét af embætti), til 15. maí 2012.
Nicolas Sarkozy | |
---|---|
![]() | |
Forseti Frakklands | |
Í embætti 16. maí 2007 – 15. maí 2012 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. janúar 1955 París, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Rassemblement pour la République (til 2002), Union pour un mouvement populaire (2002–2015), Les Républicains (2015 – í dag) |
Maki | Marie-Dominique Culioli (1982–1996), Cécilia Ciganer-Albéniz (1996–2007), Carla Bruni (2008 – Í dag) |
Börn | Pierre (með Culioli), Jean (með Culioli), Louis (með Ciganer-Albéniz), Giulia (með Bruni) |
Háskóli | Paris Nanterre-háskóli, Institut d'études politiques de Paris |
Undirskrift | ![]() |
Árið 2004 varð Nicolas Sarkozy formaður franska íhaldsflokksins Union pour un Mouvement Populaire, skammstafað UMP, og var forsetaefni flokksins í forsetakosningunum 2007 á móti fulltrúa Sósíalistaflokksins, Ségolène Royal.
Nicolas Sarkozky var borgarstjóri í Neuilly-sur-Seine frá 1983 til 2002. Árið 1983 fór hann á þing og hefur síðan þá gengt ýmsum embættum, svo sem: fjármálaráðherra og talsmaður þingsins (1993-1995), samgöngumálaráðherra 1994-1995 og auk þess að vera innanríkisráðherra á árunum 2002-2004 og 2005-2007.
Sarkozy tapaði endurkjöri fyrir François Hollande, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, í forsetakosningunum árið 2012.[1] Sarkozy hugði á forsetaframboð árið 2017 en tapaði í forkosningum UMP og lenti í þriðja sæti á eftir tveimur fyrrverandi forsætisráðherrum, Alain Juppé og François Fillon árið 2016.[2]
Árið 2018 var Sarkozy handtekinn og yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi tekið við ólöglegu fjármagni frá einræðisherranum Muammar Gaddafi í kosningabaráttu sinni árið 2007.[3] Réttarhöld Sarkozy hófust árið 2019.[4]
TilvísanirBreyta
- ↑ „Frakkar kjósa breytingar“. Morgunblaðið. 7. maí 2012. Sótt 20. mars 2018.
- ↑ „Fillon sigrar Sarkozy“. Viðskiptablaðið. 21. nóvember 2016. Sótt 20. mars 2018.
- ↑ Samúel Karl Ólason (20. mars 2018). „Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi“. Vísir. Sótt 22. mars 2018.
- ↑ Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir (19. júní 2019). „Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni“. Kjarninn. Sótt 20. júní 2019.
Fyrirrennari Jacques Chirac |
Forseti Frakklands 2007 — 2012 |
Eftirmaður François Hollande |