Mexíkóborg

Höfuðborg Mexíkó

Mexíkóborg er höfuðborg Mexíkó. Hún liggur í Mexíkódalnum, í um 2.240 metra hæð yfir sjávarmáli, umkringd eldfjöllum sem rísa í um 4.000 til 5.500 metra yfir sjávarmál.

Mexíkóborg
Ciudad de México (spænska)
Skjaldarmerki Mexíkóborg
Mexíkóborg er staðsett í Mexíkó
Mexíkóborg
Mexíkóborg
Staðsetning í Mexíkó
Hnit: 19°26′N 99°8′V / 19.433°N 99.133°V / 19.433; -99.133
Land Mexíkó
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriMartí Batres
Flatarmál
 • Höfuðborg1.485 km2
Hæð yfir sjávarmáli
2.240 m
Hæsti punktur
3.930 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Höfuðborg9.209.944
 • Þéttleiki6.200/km2
 • Stórborgarsvæði
21.804.515
TímabeltiUTC−06:00
Póstnúmer
00–16
Svæðisnúmer55/56
ISO 3166 kóðiMX-CMX
Vefsíðawww.cdmx.gob.mx (á spænsku)

Útvíkkuð merking Mexíkóborgar vísar til alls stórborgarsvæðisins nær út fyrir sambandssvæðið og tekur til nokkurra sveitarfélaga sem tilheyra Mexíkó-fylki, Norður, austur og vestur af Sambandssvæðinu og norður í Ríkið Hidalgo.

Upphaflega var borgin reist af Astekum árið 1325 sem Tenochtitlan, og varð fljótlega miðpunktur hins vaxandi veldis Asteka. Þar sem borgin stóð á eyju í Texcoco vatni neyddust Astekarnir fljótlega til að byggja fleiri eyjur og mynda kerfi skurða milli búsvæðanna. Þó vatnið væri salt byggðu Astekarnir stíflur þannig að borgin var umlukin ferskvatni frá vatnsföllunum sem runnu í vatnið. Vatnsveitur tryggðu vatn fyrir þvotta og hreingerningar.

Hinn spænski Hernán Cortés kom fyrst á svæðið árið 1519. Honum tókst þó ekki að sigra heimamenn og ná yfirráðum í borginni fyrr en 13. ágúst 1521, eftir 79 daga umsátur sem eyddi að mestu hinni fornu borg Astekanna.

Frá 1525 var hin endurbyggða borg höfuðborg og aðsetur nýlendustjóranna í Nýja Spáni og stjórnmála og menningarlegur miðpunktur Mexíkó. Þaðan var Gvatemala, Flórída, Kúbu og Filippseyjum stjórnað. Á nýlendu tímanum voru m.a. Dómkirkjan og Guadalupe Basilikkan reistar í barrokkstíl.

 
Dómkirkjan
 
Höll hinna fögru lista

Sjálfstæðisstríð Mexíkana árið 1810, og fullt sjálfstæði Mexíkó 1821 breytti engu um mikilvægi borgarinnar. Mexíkóborg varð heimili fyrsta stjórnanda Mexíkanska keisaradæmisins Agustin de Iturbide, sem og lýðveldisins sem leysti það af hólmi árið 1823.

Stríð við Bandaríkin og borgaralegur órói breytti litlu um stöðu borgarinnar sem varð vettvangur hverrar ríkisstjórnarinnar á fætur annarrar. Einni slíkri stjórn var komið á fót 1864 sem stjórn seinna Mexíkanska keisaradæmisins. Þó hin konunglega stjórn Maximilian af Habsborg sæti ekki lengi við völd hóf hún endurbyggingu Chapultepec kastalans og kom að annarri skipulagningu varðandi vöxt borgarinnar.

Valdatími Porfirio Díaz einræðisherra í þrjá áratugi setti franskan svip á Mexíkóborg. Engill Sjálfstæðisins var reistur til að minnast aldar afmælis upphafs frelsisstríðs Mexíkana. Meðal annarra merkja um tíma Diaz má nefna Höll hinna fögru lista.

Stjórnvöld í Mexíkó eftir mexíkönsku byltinguna 1910 lögðu áherslu á uppbyggingu Mexíkóborgar. Mestur vöxtur hljóp í borgina á seinni hluta 20. aldarinnar, árið 1950 voru íbúarnir um 3 milljónir manna. Árið 2000 var talið að milljónirnar væru orðnar 18.

Borgin hýsti Ólympíuleikana sumarið 1968. Úrslitakeppni HM í knattspyrnu fór fram í borginni árið 1970 og aftur 1986.

Klukkan 07:17 19. september, 1985, skalf borgin í jarðskjálfta sem mældist 8,1 á stig. Þá létust um 5.000 manns samkvæmt opinberum tölum og um 50.000-90.000 manns misstu heimili sín.

Fram til 1998 hafði forseti Mexíkó ávallt valið borgarstjórann, sá fyrsti sem var kjörinn borgarstjóri af íbúum borgarinnar var Cuauhtémoc Cárdenas.

 
Útsýni yfir Paseo de la Reforma frá Chapultepec kastalanum

Mexíkóborg státar sig af stærsta neðanjarðarlestakerfi í rómönsku Ameríku (207 km) sem hóf rekstur árið 1969. Rekstur kerfisins er niðurgreiddur af stjórnvöldum.

Í Mexíkóborg er Benito Juárez Alþjóðlegi flugvöllurinn MEX, nefndur eftir fyrrum forseta Mexíkó Benito Juárez.