Al-Kaída

Íslömsk hryðjuverkasamtök

Al-Kaída (arabíska: al-Qaeda, القاعدة, á íslensku: „bækistöðin“ eða „grunnurinn“) eru íslömsk hryðjuverkasamtök súnní-múslima, sem voru stofnuð af sádi-arabanum Osama bin Laden (f.1957 - d.2011) í Afganistan árið 1988. Yfirlýst markmið samtakanna er að koma á fót „ríki múslima“ eða „íslömsku ríki“ um allan heim.

Al-Kaída
القاعدة
Fáni jihadsins, sem ýmsar deildir Al-Kaída notast við.
Stofnun1988; fyrir 36 árum (1988)
StaðsetningÁ heimsvísu, stjórnar landsvæði í Malí, Sómalíu og Jemen.
LeiðtogiOsama bin Laden   (1988–2011)
Ayman al-Zawahiri   (2011–2022)
HugmyndafræðiÍslömsk einingarstefna, wahhabismi,

Samtökin báru ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001 í Bandaríkjunum og hryðjuverkunum 7. júlí 2005 á Bretlandi.

Al-Kaída rekur stórt net hryðjuverkahópa og útvegar fjármagn, mannafla, flutninga, þjálfun o.fl. fyrir hryðjuverkamenn múslima um allan heim. Árið 1998 gaf Osama bin Laden út stríðsyfirlýsingu gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum þar sem segir að það sé skylda allra múslima að drepa bandaríska þegna, hermenn og almenna borgara og bandamenn þeirra.

Fimm múslimar sem voru ákærðir fyrir að aðstoða við árásir Al-Kaída á New York þann 11. september 2001 svöruðu ákærum með því að segjast vinna samkvæmt boði Allah og vitnuðu í 9. kafla Kóranins þar sem segir að múslimar skuli drepa „heiðingjana“ og „vantrúaða“ hvar sem til þeirra náist.[1]

Osama bin Laden var felldur í Pakistan árið 2011 af bandaríska hernum. Hann hafði þá verið búsettur í stóru einbýlishúsi nærri herstöð pakistanska hersins í mörg ár, ásamt konum sínum og börnum.

Eftir dauða Osama bin Laden varð nýr leiðtogi Al-Kaída Ayman al-Zawahiri. Al-Zawahiri var augnlæknir og einn af stofnendum egypska hryðjuverkahópsins Islamic Jihad og var andlegur leiðtogi Al-Kaída í valdatíð Osama bin Laden. Sumir telja að Al-Zawahiri hafi verið helsti skipuleggjandi hryðjuverkanna á Bandaríkin 11. september árið 2001. Al-Zawahiri hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í sprengjuárás á bandarískt sendiráð í Afríku árið 1998 og var dæmdur til dauða í Egyptalandi fyrir þátttöku sína í Islamic Jihad þar í landi. Al-Zawahiri var drepinn af bandaríska hernum í Afganistan árið 2022.[2]

Á leiðtogatíð al-Zawahiri frömdu al-Kaída og útsendarar þeirra engin meiriháttar hryðjuverk. Starfsemi samtakanna höfðu farið þverrandi frá dauða Osama bin Laden, einkum með uppgangi hryðjuverkahópsins íslamska ríkisins, sem varð upphaflega til sem klofningshreyfing úr al-Kaída, á öðrum áratugi 21. aldar. Þegar al-Zawahiri var drepinn í júlí 2022 voru samtökin að mestu óvirk og að mati sumra sérfræðinga voru þau í raun ekki lengur til.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Robert Spencer, Latest Jihad Plot Shows Need to Know Koran, Human Events, 24.9.2009,
  2. Markús Þ. Þórhallsson (1. ágúst 2022). „Bandaríkjamenn felldu leiðtoga al-Kaída“. RÚV. Sótt 1. ágúst 2022.
  3. Gunnar Hrafn Jónsson (17. september 2022). „Eru endalok al Kaída að nálgast?“. Stundin. Sótt 18. september 2022.

Heimildir

breyta
  • The Noble Qur’an”, Kóran-texti á vefsíðu quran.com, á ensku og arabísku. Enski textinn er fenginn úr “Sahih International” þýðingunni.
  • J. Millard Burr, Robert O. Collins, "Alms for Jihad, Charity and Terrorism in the Islamic World", Cambridge University Press, Cambridge, 2006.
  • Daniel Byman, "Al Qaeda, The Islamic State, and the global Jihadist Movement, What everyone needs to know", Oxford University Press, 2015.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.