1929
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1929 (MCMXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 1. janúar - Neshreppur fékk kaupstaðarréttindi og hét eftir það Neskaupstaður.
- 28. mars - Nýtt geðsjúkrahús tekur til starfa á Kleppi.
- 25. maí - Sjálfstæðisflokkurinn er stofnaður við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.
- Sumar - Eldgos í Kverkfjöllum.
- 23. júlí - Basilíka Krists konungs (Landakotskirkja) á Landakoti í Reykjavík vígð.
- 27. ágúst - 7 sauðnautskálfar fluttir til landsins í tilraunaskyni frá Grænlandi en drepast allir um veturinn.
- 15. september - Kvæðamannafélagið Iðunn er stofnað.
- 15. október - Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) stofnað.
- desember - Ungmennafélagið Einherji á Vopnafirði er stofnað.
Ódagsett
- Grunnur Þjóðleikhússins var byggður.
- Nýtt varðskip smíðað í Danmörku, Ægir, kemur til landsins.
- Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson kemur út.
- Útvarpsstöðin á Sjónarhæð hættir starfsemi.
- Tímaritið Ísafold hættir útgáfu.
- Samband ungra jafnaðarmanna er stofnað.
- Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur er stofnað.
Fædd
- 7. júlí - Margrét Guðnadóttir, íslenskur læknir og prófessor við Háskóla Íslands (d. 2018)
- 29. október - Flosi Ólafsson, íslenskur leikari, leikstjóri og rithöfundur (d. 2009)
- 21. desember - Örlygur Hálfdanarson, íslenskur bókaútgefandi (d. 2020).
Dáin
- 30. ágúst - Sighvatur Bjarnason, reykvískur bankastjóri og bæjarfulltrúi (f. 1859).
Erlendis
breyta- 10. janúar - Tinni er fyrst gefinn út af höfundinum Hergé.
- 11. febrúar - Lateransamningarnir: Vatíkanið fær sjálfstæði frá Ítalíu.
- 26. febrúar - Grand Teton-þjóðgarðurinn er stofnaður.
- 4. mars -
- Herbert Hoover verður forseti Bandaríkjanna.
- Byltingarsinnaði stofnanaflokkurinn er stofnaður í Mexíkó. Hann ríkir næstu 71 ár í landinu.
- 27. júní - Litasjónvarp er fyrst sýnt opinberlega.
- 27. júlí - 3. Genfarsáttmálinn fjallar um meðferð stríðsfanga.
- 22. október - Ríkisstjórn Aristide Briand í Frakklandi fellur.
- 24. október - Kreppan mikla - Hlutabréf hríðfalla í kauphöllinni á Wall Street í New York. Dagur sem kenndur er við svartan fimmtudag og markaði upphaf fjárhagskreppunnar.
- 1. nóvember - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 7. nóvember - Museum of Modern Art er opnað í New York.
- Þrælahald í Jórdaníu er aflagt.
- Óskarsverðlaunin voru fyrst veitt.
Fædd
- 12. nóvember - Grace Kelly, bandarísk leikkona og furstafrú af Mónakó (d. 1982).
Dáin