Viaplay er streymisveita sem Viaplay Group í Stokkhólmi rekur.

Hún hóf starfsemi á Norðurlöndum og hefur breiðst út til m.a. í Eystrasaltslanda, Póllands og Bandaríkjanna.

Veitan býður upp á kvikmyndir, þætti, barnaefni og íþróttir.

Veitan var stofnuð árið 2007, árið 2016 var gefið út fyrsta frumsamda efni þar og vorið 2020 opnaði Viaplay á Íslandi. Í lok árs voru 8% íslenskra heimila áskrifendur að veitunni.[1]

ÍþróttirBreyta

Viaplay sýnir frá íþróttaviðburðum, knattspyrnuleikjum í Skandinavíu, í þýsku Bundesliga og fleira. Veitan tryggði sér árið 2021 sýningarrétt Íslenska karlalandsliðsins frá 2022-2028. Viaplay sýnir frá Meistaradeild Evrópu frá 2021 og næstu þrjú ár. [2] Hjörvar Hafliðason var ráðinn íþróttastjóri Viaplay á Íslandi í mars 2021. [3]

Aðrar íþróttir eru m.a. Formúla 1, íshokkí, píla, hafnabolti og blandaðar bardagaíþróttir.

TengillBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Nent group expands ufc coverage [óvirkur tengill]Nent group, skoðað 15/2 2021
  2. Leikir A-landsliðs karla á Viaplay árin 2022-2028
  3. Hjörvar Hafliða til Viaplay Mbl.is, skoðað 21. mars 2021