Einar Oddur Kristjánsson

Einar Oddur Kristjánsson (26. desember 1942 á Flateyri14. júlí 2007 á Kaldbaki) var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestfjarðakjördæmi og síðar Norðvesturkjördæmi frá 1995 til dánardægurs.

Einar Oddur Kristjánsson (EOK)
Fæðingardagur: 26. desember 1942
Fæðingarstaður: Ólafsvík
Dánardagur: 14. júlí 2007
Dánarstaður: Kaldbakur
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn
Þingsetutímabil
1995-2003 í Vestf. fyrir Sjálfstfl.
2003-2007 í Norðvest. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Einar Oddur var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf á Flateyri og var enn fremur stjórnarformaður Kambs hf og sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps í rúman áratug. Hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands árin 1989-1992 og var einn helsti lykilmaðurinn í hinni sögufrægu Þjóðarsátt. Eiginkona Einars Odds var Sigrún Gerða Gísladóttir[1] sem lést 22. maí 2018 á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þau áttu þrjú börn, Brynhildur (1973), Kristján Torfi (1977), Teitur Björn (1980).

Einar lést úr hjartaáfalli í fjallgöngu á Kaldbaki.

Heimildir

breyta
  • „Mbl.is - Einar Oddur Kristjánsson látinn“. Sótt 15. júlí 2007.
  • „Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður er látinn“. Sótt 21. janúar 2008.

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Sigrún Gerða Gísladóttir“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2021.