Matís ohf
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið. |
Matís er íslenskt opinbert hlutafélag sem fæst við rannsóknir í matvælaiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 þegar þrjár opinberar stofnanir voru sameinaðar. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, matvælarannsóknir í Keldnaholti og rannsóknastofa Umhverfisstofnunnar.
Matís styður við verðmætasköpun, lýðheilsu og matvælaöryggi og leitast við að hafa áhrif á samfélagið með rannsóknum. Fyrirtækið vinnur að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla og alla sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaði þjónustu. Markvisst er unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki í gegnum alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni.
Saga
breytaÁrið 2006 voru sett lög nr. 68/2006 á Alþingi sem heimiluðu stofnun opinbers hlutafélags til að taka við verkefnum þriggja ríkisstofnana sem fengust við rannsóknir á sviði matvælaiðnaðar.[1] Við stofnun Matís rann líftæknifyrirtækið Prokaria einnig inn í fyrirtækið. Sömu lög kváðu á um stofnun nýs hlutafélags, Matvælarannsókna hf., en starfsemi opinbers hlutafélags hófst þann 1. janúar 2007 undir nafninu Matís. Í dag heyrir starfsemi Matís undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands.
Helstu verkefni
breytaRannsóknir
breytaRannsóknir í samstarfi við ýmsa aðila eru viðamesti hluti starfsemi Matís. Matís vinnur að rannsóknum og nýsköpun í matvælaframleiðslu, og stendur framarlega í rannsóknum sem tengjast bættri nýtingu hliðarstrauma í matvælavinnslu sem og sjálfbærri nýtingu annarra lífauðlinda til fóðurs, áburðar og manneldis.
Mælingar og þjónusta
breytaRannsóknastofa Matís fæst við örveru- og efnarannsóknir á matvælum, vatni, hráefnum, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað.
Ráðgjöf
breytaAuk mælinga veitir Matís opinberum aðilum, matvælafyrirtækjum, lyfjafyrirtækjum, sláturhúsum og einkaaðilum ráðgjöf í tengslum við mælingar. Matís hefur þar að auki milligöngu um að senda sýni í mælingar til erlendra rannsóknastofa þegar Matís býður ekki upp á þær.
Starfsstöðvar
breytaFyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Grafarholti í Reykjavík rekur Matís starfsstöðvar á Akureyri, Ísafirði, Neskaupstað og Hvanneyri.
Áherslur starfsstöðvanna endurspegla vítt starfssvið Matís og faglega þekkingu innan fyrirtækisins. Þær taka mið af nærsamfélaginu á hverjum stað og þeim þörfum sem þar eru. Þannig eru starfsstöðvar Matís á Ísafirði og Akureyri í nálægð við stærri eldis- og sjávarútvegsstaði landsins. Mælingaþjónustan í Neskaupstað er mikilvæg bæði fyrir framleiðslufyrirtæki og opinbera eftirlitsaðila á heilbrigðissviði á Austurlandi, og hjá Matís á Hvanneyri hefur byggst upp mikil þekking á sviði fjölbreytts landbúnaðar.