Forlagið

íslenskt bókaforlag

Forlagið er stærsta bókaforlag á Íslandi.[1][2] Það gefur út um 150 titla á ári[3] undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Iðunnar, og Ókeibóka[4].

Það varð til árið 2007 þegar Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddu og sameinaði hann við JPV.[1] Félagið sameinaðist svo Vegamótum árið 2008.[5] Mál og menning á helmingshlut í Forlaginu og fer með stjórnarformennsku.[1]

Árið 2017 var Forlagið með nærri 50% markaðshlutdeild í almennri bókaútgáfu á Íslandi,[6] fjórum sinnum meira en næststærsti útgefandinn, Bjartur-Veröld.[6]

Árlegur hagnaður er um 50 milljónir.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Forlagið hefur alltaf skilað hagnaði“. Morgunblaðið. 4. ágúst 2016. Sótt 28. mars 2020.
  2. „Forlagið hættir að selja bækur í plasti“. Morgunblaðið. Sótt 28. mars 2020.
  3. Hauksdottir, Kristrun (1. september 2016). „About Forlagid“. Forlagið bókabúð. Sótt 28. mars 2020.
  4. „Um útgáfuna“. Forlagið. 6. nóvember 2015. Sótt 28. mars 2020.
  5. „Forlagið sektað um 25 milljónir“. Morgunblaðið. Sótt 28. mars 2020.
  6. 6,0 6,1 „Forlagið skal enn lúta skilyrðum Samkeppniseftirlitsins“. Vísir.is. Sótt 28. mars 2020.

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.