Spænska borgarastyrjöldin

Spænska borgarastyrjöldin var borgarastyrjöld háð á Spáni, sem stóð frá 1936 til 1939. Tildrög hennar voru þau, að lýðræðislega kjörin, vinstrisinnuð ríkisstjórn lýðveldisins Spánar vildi framkvæma þjóðfélagsbreytingar í samræmi við stefnu sína, en falangistar neituðu að sætta sig við þær, svo herforingjar sem voru á þeirra bandi hófu uppreisn. Ríkisstjórnin naut einkum stuðnings verkamanna í borgum, sósíaldemókrata, kommúnista, anarkista og Baska, en uppreisnarmenn nutu einkum stuðnings hersins, kirkjunnar og landeigenda.

Pólskir sjálfboðaliðar sverja lýðveldinu hollustu.

Stríðið varði í þrjú ár, og gekk á ýmsu. VesturveldinBretland, Frakkland og Bandaríkin — settu vopnasölubann á Spán, og töldu síst þörf á því að senda meira af vopnum til lands sem þegar logaði í ófriði. Öxulveldin Þýskaland og Ítalía studdu hins vegar uppreisn falangista, enda verulegur skyldleiki þeirra við þýska nasismann og ítalska fasismann. Sovétríkin studdu lýðveldið eftir atvikum, en höfðu hvorki tök á að blanda sér beint í stríðið né að veita lýðveldissinnum nægan stuðning til þess að vinna það.

Mikill fjöldi manna frá öðrum löndum tók samt þátt í Spánarstríðinu sem sjálfboðaliðar, oftast með her lýðveldisins. Þjóðverjar og Júgóslavar áttu flesta fulltrúa, en Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn, Albanir, Ítalar og fleiri líka. Þeir sem komu frá löndum þar sem fasismi ríkti börðust oft í óþökk yfirvalda í heimalandinu, og áttu stundum vandræði yfir höfði sér þegar þeir sneru heim. Tæpast nema 3 Íslendingar tóku þátt í Spánarstríðinu.

Árið 1939 lauk styrjöldinni með algerum sigri falangista. Foringi þeirra, Francisco Franco, varð einræðisherra yfir Spáni og ríkti til dauðadags. Frá því lýðveldissinnar töpuðu stríðinu, hafa mismunandi fylkingar þeirra kennt hver annarri um, ekki síst annars vegar anarkistar og kommúnistar, en hins vegar stalínistar og trotskíistar.

  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.