Shimon Peres
Shimon Peres (fæddur 2. ágúst 1923 sem Szymon Perski, dáinn 28. september 2016) var pólsk-ættaður ísraelskur stjórnmálamaður. Hann var einn af stofnendum ríkisins og gegndi mörgum af helstu embættum Ísraels og var: Forseti, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra. Auk þess var hann um tíma fjármálaráðherra og samgönguráðherra.
Shimon Peres | |
---|---|
שמעון פרס | |
Forseti Ísraels | |
Í embætti 15. júlí 2007 – 24. júlí 2014 | |
Forsætisráðherra | Ehud Olmert Benjamin Netanjahú |
Forveri | Moshe Katsav |
Eftirmaður | Reuven Rivlin |
Forsætisráðherra Ísraels | |
Í embætti 13. september 1984 – 20. október 1986 | |
Forseti | Chaim Herzog |
Forveri | Yitzhak Shamir |
Eftirmaður | Yitzhak Shamir |
Í embætti 4. nóvember 1995 – 18. júní 1996 | |
Forseti | Ezer Weizman |
Forveri | Yitzhak Rabin |
Eftirmaður | Benjamín Netanjahú |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. ágúst 1923 Wiszniew, Póllandi |
Látinn | 28. september 2016 (93 ára) Ramat Gan, Ísrael |
Þjóðerni | Ísraelskur |
Stjórnmálaflokkur | Mapai (1959–1965) Rafi (1965–1968) Verkamannaflokkurinn (1968–2005) Kadima (2005–2016) |
Maki | Sonya Gelman (g. 1945; d. 2011) |
Trúarbrögð | Gyðingdómur |
Börn | 3 |
Háskóli | New York-háskóli Harvard-háskóli |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1994) |
Undirskrift |
Árið 1994 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat fyrir friðarviðræður milli Ísraels og Palestínu. Árið 2016 fékk Peres hjartaáfall og var lagður inn á gjörgæslu.[1] Hann lést í kjölfar þess.
Peres var fulltrúi fimm flokka á Knesset-þinginu: Mapai, Rafi, the Alignment, Labor og Kadima.
Tilvísanir
breyta- ↑ Shimon Peres fékk hjartaáfallMbl.is. Skoðað 14. september, 2016.
Fyrirrennari: Yitzhak Shamir |
|
Eftirmaður: Yitzhak Shamir | |||
Fyrirrennari: Yitzhak Rabin |
|
Eftirmaður: Benjamín Netanjahú | |||
Fyrirrennari: Moshe Katsav |
|
Eftirmaður: Reuven Rivlin |
Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.