Enska úrvalsdeildin

Enska úrvalsdeildin er efsta atvinnumannadeildin í knattspyrnu á Englandi (og Wales). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr ensku meistaradeildinni. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku Bundesliga.

Premier League
Stofnuð20. febrúar 1992; fyrir 32 árum (1992-02-20)
LandEngland
ÁlfusambandUEFA
Fjöldi liða20
Stig á píramída1
Fall íEFL Championship
Staðbundnir bikarar
DeildarbikararEFL Cup
Alþjóðlegir bikarar
Núverandi meistararManchester City (8. titill)
(2023–24)
Sigursælasta liðManchester United (13 titlar)
Leikjahæstu mennGareth Barry (653)
Markahæstu mennAlan Shearer (260)
Sýningarréttur
Vefsíðapremierleague.com

Söguágrip breyta

Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 af félögunum í gömlu fyrstu deildinni sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20.

Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (Big four): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (Big six), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95.

Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað Hinir ósigrandi (e. The invincibles) fjögur lið hafa unnið Meistaradeild Evrópu: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012), Manchester City (2023)

Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: Manchester United (13), Arsenal (3), Manchester City (8), Chelsea FC (5) Blackburn Rovers (1), Leicester City (1) og Liverpool FC (1).

Með flest mörk á einu tímabili er Erling Haaland með en hann sló metið tímabilið 2022-2023. Áður var Mohamed Salah með 32 mörk og með 31 mark deildu metinu Alan Shearer, Cristiano Ronaldo, Luis Suárez. Thierry Henry hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum.

Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota VAR-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik.

Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi breyta

Leiktímabil Sigurvegari
2023-24 Manchester City
2022-23 Manchester City
2021-22 Manchester City
2020-21 Manchester City
2019-20 Liverpool FC
2018-19 Manchester City
2017-18 Manchester City
2016-17 Chelsea F.C.
2015-16 Leicester City F.C.
2014-15 Chelsea F.C.
2013–14 Manchester City
2012–13 Manchester United
2011–12 Manchester City
2010–11 Manchester United
2009–10 Chelsea
2008–09 Manchester United
2006–07 Manchester United
2005–06 Chelsea
2004–05 Chelsea
2003–04 Arsenal
2002–03 Manchester United
2001–02 Arsenal
2000–01 Manchester United
1999–00 Manchester United
1998-99 Manchester United
1997–98 Arsenal
1996–97 Manchester United
1995–96 Manchester United
1994–95 Blackburn Rovers
1993–94 Manchester United
1992–93 Manchester United

Lið tímabilið 2023-2024 breyta

Félag Hámarksfjöldi Leikvangur
Manchester United 74.310 Old Trafford
Tottenham Hotspur 62.062 Tottenham Hotspur Stadium
Liverpool 60.725 Anfield
Arsenal 60.432 Emirates Stadium
West Ham United 60.000 London Stadium
Manchester City 55.097 Etihad Stadium
Newcastle United 52.387 St James' Park
Aston Villa 42.790 Villa Park
Chelsea 41.631 Stamford Bridge
Everton 40.569 Goodison Park
Nottingham Forest 30.500 City Ground
Luton Town 10.000 Kenilworth Road
Wolverhampton Wanderers 32.050 Molineux Stadium
Brighton & Hove Albion 30.750 Amex Stadium
Burnley F.C. 22.000 Turf Moor
AFC Bournemouth 11.400 Dean Court
Crystal Palace 26.309 Selhurst Park
Fulham F.C. 21.000 Craven Cottage
Brentford FC 17.250 Brentford Community Stadium
Sheffield United 32.000 Bramall Lane

Tölfræði breyta

Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk) breyta

Uppfært 5.5 2024. Feitletraðir leikmenn spila enn í PL.

Sæti Leikmaður Mörk
1   Alan Shearer 260
2   Harry Kane 213
3   Wayne Rooney 208
4   Andrew Cole 187
5   Sergio Agüero 184
6   Frank Lampard 177
7   Thierry Henry 175
8   Robbie Fowler 163
9   Jermain Defoe 162
10   Mohamed Salah 156
11   Michael Owen 150
12   Les Ferdinand 149
13   Teddy Sheringham 146
14   Robin van Persie 144
15   Jamie Vardy 136
16   Jimmy Floyd Hasselbaink 127
17   Robbie Keane 126
18   Nicolas Anelka 125
19   Dwight Yorke 123
20   Raheem Sterling 121
20   Romelu Lukaku 121
21   Steven Gerrard 120
22   Son Heung-min 119
23   Ian Wright 113
24   Dion Dublin 111
24   Sadio Mané 111
25   Emile Heskey 110
26   Ryan Giggs 109
27   Peter Crouch 108
28   Paul Scholes 107
29   Darren Bent 106
30   Didier Drogba 104
31   Cristiano Ronaldo 103
32   Matt Le Tissier 100

Stoðsendingar breyta

Leikmenn sem enn eru spilandi feitletraðir. Uppfært 11/5 2024.

Flestar stoðsendingar
Röð Nafn Stoðsendingar Leikir Stoðsendingar á leik Leikstaða
1 Ryan Giggs 162 632 0.26 Miðjumaður
2 Kevin De Bruyne 111 258 0.42 Miðjumaður
2 Cesc Fàbregas 111 350 0.32 Miðjumaður
4 Wayne Rooney 103 491 0.21 Framherji
5 Frank Lampard 102 609 0.17 Miðjumaður
6 Dennis Bergkamp 94 315 0.30 Framherji
7 David Silva 93 304 0.30 Miðjumaður
8 Steven Gerrard 92 504 0.18 Miðjumaður
9 James Milner 89 634 0.15 Miðjumaður
10 David Beckham 80 265 0.30 Miðjumaður
11 Teddy Sheringham 76 418 0.18 Framherji

[1]

Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða breyta

Uppfært 9/3 2024.

Sæti Leikmaður Leikir
1   Gareth Barry 653
2   James Milner 634
3   Ryan Giggs 632
4   Frank Lampard 609
5   David James 572
6   Gary Speed 535
7   Emile Heskey 516
8   Mark Schwarzer 514
9   Jamie Carragher 508
10   Phil Neville 505
11   Steven Gerrard 504
12   Rio Ferdinand 504
13   Sol Campbell 503

Markmenn breyta

uppfært í jan. 2023

Flest skipti haldið hreinu
Röð Leikmaður Hrein mörk
1 Petr Čech 202
2 David James 169
3 Mark Schwarzer 151
4 David Seaman 140
5 David de Gea 138
6 Nigel Martyn 137
7 Pepe Reina 136
8 Edwin van der Sar 132
Tim Howard
Brad Friedel
9 Peter Schmeichel 128

Mörk úr aukaspyrnum breyta

Uppfært í desember 2023.

Sæti Nafn Mörk Leikir Staða
1 David Beckham 18 265 Miðherji
2 James Ward-Prowse 17 378 Miðherji
3 Gianfranco Zola 12 229 Framherji
Thierry Henry 258 Framherji
Cristiano Ronaldo 222 Framherji
6 Laurent Robert 11 150 Framherji
Sebastian Larsson 282 Miðherji
8 Ian Harte 10 237 Varnarmaður
Morten Gamst Pedersen 260 Miðherji
10 Jamie Redknapp 9 295 Miðherji
Nolberto Solano 302 Miðherji
Frank Lampard 609 Miðherji

Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni breyta

Uppfært 16/4 2021.

Sæti Leikmaður Mörk
1 Gylfi Þór Sigurðsson 67
2 Eiður Smári Guðjohnsen 55
3 Heiðar Helguson 28
4 Hermann Hreiðarsson 14
5 Jóhann Berg Guðmundsson 10
6 Guðni Bergsson 8
7 Ívar Ingimarsson 4
8 Grétar Rafn Steinsson 4
9 Brynjar Björn Gunnarsson 3
10 Arnar Gunnlaugsson 3
11 Jóhannes Karl Guðjónsson 2
12 Aron Einar Gunnarsson 2
13 Þórður Guðjónsson 1
14 Þorvaldur Örlygsson 1
Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni

Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League breyta

Uppfært 20/5 2021.

Sæti Leikmaður Stoðsendingar
1 Gylfi Þór Sigurðsson 50
2 Eiður Smári Guðjohnsen 28
3 Jóhann Berg Guðmundsson 17
4 Hermann Hreiðarsson 15
5 Heiðar Helguson 9
6 Grétar Rafn Steinsson 8
7 Guðni Bergsson 4
8 Aron Einar Gunnarsson 3
9 Jóhannes Karl Guðjónsson 2
9 Arnar Gunnlaugsson 2
10 Ívar Ingimarsson 1
10 Lárus Sigurðsson 1
Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni

Tengt efni breyta

Enska úrvalsdeild kvenna er efsta deild kvennaknattspyrnunnar á Englandi.

Heimildir breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Premier League Player Stats: Assists – All Seasons“. Premier League. Sótt 26. apríl 2017.