Madeleine McCann

Madeleine McCann (fædd 12. maí 2003 í Leicester, hvarf 3. maí 2007 í Algarve) er stúlka sem hvarf af hótelherbergi 3. maí árið 2007 á Praia da Luz í Algarve, Portúgal, þá tæpra fjögurra ára gömul. Hún var þar ásamt foreldrum sínum og systkinum. Talið er fullvíst að henni hafi verið rænt meðan hún svaf í herbergi með systkinum sínum, sem eru tvíburar, en foreldrar þeirra höfðu skilið börnin eftir stutta stund meðan þau héldu niður á veitingastað nokkra tugi metra í burtu frá herberginu. Portúgalska lögreglan ásakaði foreldrana um að hafa myrt hana og lagði talsvert á sig til að reyna að sanna það, en án árangurs. Í júní 2020 var talið að þýskur barnaníðingur hafi myrt stúlkunna.[1]

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Telja að Madeleine McCann sé látin“. RÚV (enska). 4. júní 2020. Sótt 4. júní 2020.