Ermarsundsgöngin

(Endurbeint frá Ermarsundsgöng)

Ermarsundsgöngin (enska Channel Tunnel, Chunnel eða Eurotunnel; franska le tunnel sous la Manche) eru 50,450 km járnbrautargöng undir Ermarsundinu á Dover-sundi sem tengja saman Folkestone í Kent á Englandi og Coquelles nálæg Calais á Frakklandi. „Göngin“ hafa þrjú aðgreind göng: tvö einbreið göng 7,6 m að þvermáli og ein þjónustugöng 4,8 m að þvermáli á milli.

Ermasundsgöngin

Þau voru stórverk og höfðu mörg þjófstört, verkefnið byrjaði 1988 og því lauk árið 1994. Ermarsundsgöngin eru önnur stærstu járnbrautargöng í heimi á eftir Seikan-göngunum í Japan.

Verkefnið kostaði £ 9 milljarða sem jafngildir £ 22,6 milljörðum í dag (2023). Unnið var frá báðum endum hjá Folkestone í Englandi og nálægt Calais í frakklandi. Hraðinn á lestinni er merkilegur því það tekur hana aðeins 35 mínútur að fara yfir 50 kílómetra. Árið 2015 græddi fyrirtækið 500 milljónir en áður tapaði það miklum peningi og gat ekki borgað skatta núna ætti það að geta borgað skattana og haldið rekstri áfram. Lestin er opin allan sólarhringinn.

Árið 1802 kom fyrsta hugmyndin að göngum undir Ermarsund, þar myndu hestvagnar fara í gegn og áttu þau að vera lýst með olíulömpum.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.