Taj Mahal

leghöll á Indlandi

Taj Mahal er leghöll í Agra á Indlandi sem Mógúlkeisarinn Shah Jahan lét byggja í minningu um persneska eiginkonu sína, Mumtaz Mahal. Höllin var 23 ár í byggingu (frá 16301653) og er meistaraverk mógúlskrar byggingarlistar.

Taj Mahal er leghöll sem Shah Jahan keisari lét byggja fyrir persneska konu sína

Hráefni

breyta

Efniviðurinn í höllina var fluttur frá gervöllu Indlandi og öðrum hlutum Asíu. Yfir 1,000 fílar voru notaðar til að flytja byggingarefni meðan á framkvæmdum stóð. Hvíti marmarinn var fluttur frá Rajasthanhéraði, jaspisinn frá Punjabsvæðinu, jaðinn og kristallarnir frá Kína, túrkísinn frá Tíbet, asúrsteinarnir frá Afganistan, safírinn frá Srí Lanka og kalsedónsteinarnir frá Arabíu. Allt í allt voru 28 gerðir af gimsteinum greyptir í marmarann.

Höllin kostaði allt í allt 40 milljón rúpíur en á þeim tíma kostaði gramm af gulli um 1,3 rúpíur.