Perú er land í vesturhluta Suður-Ameríku, með landamæri að Ekvador og Kólumbíu í norðri, Brasilíu í austri, Bólivíu í austri, suðaustri og suðri og Chile í suðri. Í vestri liggur landið að Kyrrahafinu.

Lýðveldið Perú
República del Perú
Fáni Perú Skjaldarmerki Perú
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Firme y feliz por la unión (spænska)
Staðfastur og hamingjusamur fyrir sambandið
Þjóðsöngur:
Himno Nacional del Perú
Staðsetning Perú
Höfuðborg Líma
Opinbert tungumál spænska (quechua og aymara sumstaðar opinbert tungumál)
Stjórnarfar Forsetalýðveldi

Forseti Martín Vizcarra
Forsætisráðherra Salvador del Solar
Sjálfstæði
 - frá Spáni 28. júlí 1821 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
20. sæti
1.285.216 km²
0,41
Mannfjöldi
 - Samtals (Júlí 2014)
 - Þéttleiki byggðar
40. sæti
30.147.935
23/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2014
370,735 millj. dala (39. sæti)
11.797 dalir (86. sæti)
VÞL Dark Green Arrow Up.svg 0.741 (77. sæti)
Gjaldmiðill sol
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .pe
Landsnúmer 51

Í Perú stóð Norte Chico-menningin, elsta fornmenning Ameríku, frá 30. öld f.Kr. til 18. aldar f.Kr. Þar var líka vagga Inkaveldisins þar til Francisco Pizarro lagði það undir Spán 1532 til 1536. Síðasti Inkaleiðtoginn, Túpac Amaru var þó ekki drepinn fyrr en 1572. Spænska heimsveldið gerði Perú að varakonungsdæmi með Líma sem höfuðborg. Þaðan var öllum nýlendum Spánar í Suður-Ameríku stjórnað. Landið fékk sjálfstæði í kjölfar herfara José de San Martín og Simón Bolívar árið 1821. Um miðja 19. öld batnaði efnahagur landsins vegna útflutnings á gúanói en það gekk til þurrðar um 1870. Perú beið ósigur fyrir Chile í Kyrrahafsstríðinu 1879-1883. Eftir heimskreppuna 1930 skiptust borgaralegar stjórnir og herforingjastjórnir á að fara með völd. Eftir 1979 hefur lýðræði verið virkt en á sama tíma hafa staðið yfir hörð innanlandsátök vegna starfsemi eiturlyfjahringja og skæruliðasamtaka á borð við Skínandi stíg og Byltingarhreyfinguna Túpac Amaru.

Íbúar Perú eru rúmlega þrjátíu milljónir og þar af búa tæplega þrjár milljónir í höfuðborginni, Líma. Spænska er opinbert tungumál landsins þótt frumbyggjamálin quechua og aymara njóti einnig opinberrar stöðu. Yfir 80% íbúa eru rómversk-kaþólskir. Um helmingur starfa er í þjónustugeiranum en helstu útflutningsvörur landsins eru málmar á borð við kopar, sink og gull, auk jarðolíu.

HéruðBreyta

Perú skiptist í 25 héruð og Límaumdæmi. Í hverju héraði er lýðræðislega kjörin stjórn með héraðsforseta sem situr í fjögur ár. Yfir Líma er borgarráð.

Héruð
Umdæmi


 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.