Manchester United

knattspyrnufélag

Manchester United er enskt knattspyrnufélag frá Manchester.

Manchester United football club
Fullt nafn Manchester United football club
Gælunafn/nöfn Rauðu djöflarnir
Stytt nafn Man U, Man Utd
Stofnað 1878, sem Newton Heath LYR FC
Leikvöllur Old Trafford
Stærð 74.879
Stjórnarformaður Fáni Bandaríkjana Joel og Avram Glazer
Knattspyrnustjóri Erik ten Hag
Deild Enska úrvalsdeildin
2023-24 8. sæti
Heimabúningur
Útibúningur
Old Trafford, þar Manchester United sem spilar heimaleiki sína.
Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri hjá Manchester United frá árinu 1986 til 2013.

Það var stofnað árið 1878 undir nafninu Newton Heath LYR Football Club. Árið 1902 breytti félagið nafninu í Manchester United og árið 1910 flutti félagið á Old Trafford. Áður en Old Trafford var byggður lék félagið á ýmsum stöðum. Allt byrjaði þó á North Road sem um þetta leyti var notaður sem krikketvöllur og tók 12.000 áhorfendur í sæti. Eftir Það flutti félagið frá Newton Heath til Clayton, 2,2 kílómetra í norður. Nýi leikvangurinn var nefndur Bank Street. Þetta var heimavöllur hjá Newton Heath Lancashire and Yorkshire Railway, félagið breytti síðar um nafn eins og áður var getið, í Manchester United Football Club árið 1902.

Liðið er sigursælasta félag Englands. Hinn 22. apríl árið 2013 vann félagið sinn 20. meistaratitil í Premier League sem er met. Félagið hefur í 11 skipti unnið Enska bikarinn (The Football Association Challenge Cup), 6 sinnum hefur það unnið Enska deildabikarinn, og 19 sinnum Samfélagsskjöldinn (einnig er met). Það hefur einnig unnið fjölda alþjóðalegra titla; þrisvar unnið Meistaradeild Evrópu og þrisvar Evrópukeppni bikarhafa. Eitt skipti hefur sigrað HM Félagsliða. Árið 1998–99 vann félagið þrjá titla á einu ári, á ensku kallað treble, þegar félagið vann Premier League, Enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Ekkert enskt lið geta leikið eftir.

Árið 1968 var Manchester United fyrsta enska félagið sem vann Meistaradeild Evrópu. Alex Ferguson stýrði liðinu frá árinu 1986 til ársins 2013. Hann er sá þjálfari sem hefur unnið flesta meistaratitla í enskum fótbolta. Hann er einnig sá þjálfari sem hefur verið þjálfari í lengsta tíma hjá einu félagsliði í Premier League.[1] Í mai árið 2013 lét hann af störfum, sá sem tók við af honum var David Moyes, sem tók við þann 1. júli árið 2013. Hann var áður knattspyrnustjóri Everton F.C. .

Knattspyrnustjórar

breyta
 
Minnesmerki um þá sem fórust í flugslysinu í München þann 6.febrúar árið 1958.
Nafn Tímabil
  A. H. Albut 1892-1900
  James West 1900-1903
  J. Ernest Mangnall 1903-1912
  John Bentley 1912-1914
  Jack Robson 1914-1922
  John Chapman 1921-1927
  Lal Hilditch 1926-1927
  Herbert Bamlett 1927-1931
  Walter Crickmer 1931-1932, 1937-1945
  Scott Duncan 1932-1937
  Sir Matt Busby 1945-1969, 1970-1971
  Wilf McGuinness 1969-1970
  Frank O'Farrell 1971-1972
  Tommy Docherty 1972-1977
  Dave Sexton 1977-1981
  Ron Atkinson 1981-1986
  Alex Ferguson 1986-2013
  David Moyes 2013-2014
  Louis van Gaal 2014-2016
  Jose Mourinho 2016-2018
  Ole Gunnar Solskjær 2018-2021
  Erik ten Hag 2022-

Fyrirliðar

breyta
Ár Nafn Athugasemdir
1878-1896 Óþekkt
1896-1903   Harry Stafford Fyrirliði Newton Heath og fyrsti fyrirliði Manchester United
1904-1907   Jack Peddie
1907-1913   Charlie Roberts
1913-1919   George Stacey
1919-1922   George Hunter
1922-1928   Frank Barson
1928-1932   Jack Wilson
1932-1936   Hugh McLenahan
1936-1939   Jimmy Brown
1945-1953   Johnny Carey Fyrsti fyrirliðinn hjá United sem er ekki frá Bretlandi
1953-1955   Allenby Chilton
1953-1958   Roger Byrne Lést 1958 í flugslysinu í München
1958-1966   Bill Foulkes
1966-1973   Bobby Charlton
1973-1979   Martin Buchan
1979-1982   Sammy McIlroy
1982-1994   Bryan Robson Er sá leikmaður sem hefur verið lengst fyrirliði í sögu United
1991-1996   Steve Bruce Fyrirliði með Bryan Robson frá 1991 til 1994
1996-1997   Eric Cantona Fyrsti fyrirliðinn sem kom ekki frá Bretlandseyjum
1997-2005   Roy Keane Vann fleiri bikara en nokkur annar fyrirliði
2005- 2010   Gary Neville Fyrsti fyrirliðinn sem fæddist á Manchester-svæðinu (Bury) síðan Roger Byrne
2010-2014  Nemanja Vidić
2014-2017   Wayne Rooney
2017-2018   Michael Carrick
2018-2019   Antonio Valencia
2019-2020   Ashley Young
2020-   Harry Maguire


Met leikmanna

breyta

Flestir leikir

breyta
# Nafn Ferill Leikir Mörk
1   Ryan Giggs 1991 - 2014 963 161
2   Sir Bobby Charlton 1956 - 1973 758 249
3   Bill Foulkes 1952 - 1970 688 9
4=   Paul Scholes 1994 - 2011 603 142
5   Gary Neville 1992 - 2011 569 7
6   Alex Stepney 1966 - 1978 539 2
7=   Tony Dunne 1960 - 1973 536 2
8   Denis Irwin 1990 - 2002 529 33
9   Joe Spence 1919 - 1933 510 168
10   Arthur Albiston 1974 - 1988 485 7

Flest mörk

breyta

Seinast uppfært 13. maí 2008.

# Nafn Ferill Leikir Mörk Mörk/Leik
Hlutfall
1   Wayne Rooney 2003 - 2017 559 253 0.45
2   Sir Bobby Charlton 1956 - 1973 759 249 0.328
3   Denis Law 1962 - 1973 404 237 0.587
4   Jack Rowley 1937 - 1955 424 212 0.500
5   Dennis Viollet 1953 - 1962 293 179 0.611
5   George Best 1963 - 1974 470 179 0.381
7   Joe Spence 1919 - 1933 510 168 0.329
7   Ryan Giggs 1991 - 2014 963 168 0.184
9   Mark Hughes 1983 - 1986, 1988 - 1995 466 164 0.352
10   Paul Scholes 1994-2013 718 155 0.22

Titlar

breyta

Tenglar

breyta
Manchester United Football Club
Manchester United | Leikmenn
Saga: stofnun-1945 | 1945-1969 | 1969-1986 | 1986-1998 | 1998-1999 | 1999-nútíminn
Busby börnin | Munich flugvélarslysið
Old Trafford | Stretford End | Manchester nágrannar
Yfirtaka Glazer
MUTV


Heimildir

breyta
  1. Manutd.com, Managers