Mazar-i-Sharif eða Mazar er fjórða stærsta borg Afganistans og höfuðstaður Balkh-héraðs. Hún er í norðurhluta landsins, nálægt Úsbekistan og Tadsíkistan og búa þar um 500.000 manns. Borgin er þekkt fyrir líkneski sín og íslamska og helleníska byggingarlist. Borgin liggur lágt miðað við afganskar borgir og er í 357 metrum. Hún er eina afganska borgin sem hefur lestarsamgöngur til annars lands; Úsbekistan.

Mazar.

Mazar var notuð sem bækistöð Sovétmanna í stríði þeirra í Afganistan gegn Mujahideen-skæruliðum. Borgin var friðsæl í mörg ár þar til Talibanar komu, þeir stjórnuðu þar 1998-2001 en Norðurbandalagið, bandalag stríðsherra náðu borginni með hjálp NATÓ. Grimmilegar atfökur voru á báða bóga. Talibanar náðu borginni svo aftur árið 2021.