Seung-Hui Cho
Seung-Hui Cho (f. 18. janúar, 1984, d. 16. apríl, 2007), einnig þekktur sem Cho Seung-hui og Seung Cho, var fjöldamorðingi sem skaut 32 manns til bana þann 16. apríl árið 2007. Í átökunum meiddust einnig 29 aðrir. Eftir blóðbaðið framdi Seung-Hui Cho sjálfsmorð. Fjöldamorðið, oft kallað Virginia Tech fjöldamorðið, átti sér staði í Virginia Tech háskólanum í Virguníufylki í Bandaríkjunum.
Seung-Hui Cho | |
---|---|
Fæddur | Cho Seung-Hui (Cho: Eftirnafn) 18. janúar 1984 |
Dáinn | 16. apríl 2007 |
Dánarorsök | Sjálfsmorð |
Störf | Háskólanemi |
Þekktur fyrir | Virginia Tech fjöldamorðið |
Saga
breytaSeung-Hui Cho fæddist í Suður-Kóreu í Dobong hverfi í Seoul. Þar bjó fjölskylda hans við fátækt svo þau ákvaðu að flytja til Bandaríkjanna í leit að betra lífi.
Í september 1992 fluttist Seung-Hui Cho og fjölskylda hans til Bandaríkjanna, þá var hann átta ára gamall.
Virginia Tech fjöldamorðið
breytaUndirbúningur
breytaTalið er að Seung-Hui Cho hafi notað 9 mm Glock 19 og .22 caliber Walther P22 skammbyssur í fjöldamorðinu. Cho keypti fyrst .22 caliber Walther P22 skammbyssuna þann 22. febrúar árið 2007 á netinu hjá TGSCOM Inc. Þann 13. mars árið 2007 keypti Cho sér svo hina skammbyssuna, 9 mm Glock 19.
Ástæða
breytaLögreglan fann í herbergi hans blaðaknippi þar sem hann gagnrýnir „ríka krakka“, „siðspillingu“ og „svikahrappa“. Í annarri setningu í knippinu má finna textann „þú gerðir mér þetta“. Allt bendir til að tilgangur morðanna hafi verið hefnd gagnvart fórnarlömbunum sem höfðu áður strítt honum og lagt í einelti.
Miðlunarpakki sendur til NBC
breytaSeung-Hui Cho sendi NBC í New York myndbönd, ljósmyndir og texta sem útskýrði af hverju hann framkvæmdi fjöldamorðið. NBC gaf aðeins út sáralítinn hluta af því sem það fékk frá Cho.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Seung-Hui Cho“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. apríl 2007.