Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðaratkvæðagreiðsla kallast það þegar allt kosningabært fólk kýs um ákveðið mál hvort sem atkvæðagreiðslan er ákvarðandi eða leiðbeinandi fyrir ríkisvaldið. Í mörgum stjórnarskrám er kveðið á um að almenningur eigi að kjósa um ákveðin mál í staðinn fyrir að kjörnir fulltrúar þeirra leiði það til lykta. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðagreiðslum er oft sá, að sjá hvaða möguleika almenningur vill velja í ákveðnu máli og helst koma í veg fyrir að ákvarðanir í viðkvæmum málum séu gegn vilja meirihluta landsbúa.

Áróðursveggspjöld fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Stjórnarskrá Evrópu í Frakklandi 2005.

Það land þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað mest í notkun er Sviss þar sem þær eru haldnar reglulega um margs kyns málefni. Varlega má áætla að ríflegur meirihluti þjóðaratkvæðagreiðslna sem átt hafa sér stað í sögunni hafi verið haldnar í Sviss.

Sjá einnig

breyta