1992
ár
(Endurbeint frá Október 1992)
Árið 1992 (MCMXCII í rómverskum tölum) var 92. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Boutros Boutros-Ghali tók við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
- 1. janúar - Framleiðslu tölvunnar Atari 2600 var hætt 15 árum eftir að hún kom fyrst á markað.
- 2. janúar - Boris Jeltsín batt enda á verðlagshöft sem leiddi til þess að verð á sumum vörutegundum margfaldaðist.
- 6. janúar - Armenar í Nagornó-Karabak lýstu yfir stofnun Nagornó-Karabaklýðveldisins.
- 7. janúar - Flugher Júgóslavíu skaut niður þyrlu með þremur eftirlitsmönnum frá Evrópusambandinu.
- 8. janúar - George H. W. Bush Bandaríkjaforseti varð alvarlega veikur í kvöldverði í Japan. Hann kastaði upp í kjöltu Kiichi Miyazawa forsætisráðherra og féll svo í yfirlið.
- 9. janúar - Bosníuserbar lýstu yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis í Bosníu-Hersegóvínu.
- 12. janúar - Hætt var við aðra umferð þingkosninga í Alsír þegar Íslamski frelsisframvörðurinn sigraði fyrri umferðina.
- 14. janúar - Hitamet í janúar var sett á Dalatanga: 18,8 °C.
- 15. janúar - Evrópusambandið viðurkenndi sjálfstæði Króatíu og Slóveníu.
- 16. janúar - Borgarastyrjöldinni í El Salvador sem staðið hafði í tólf ár lauk með friðarsamningum í Mexíkóborg.
- 18. janúar - Ratsjárstöð tók til starfa á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík.
- 18. janúar - Yfir 100.000 manns mótmæltu flokksræði KANU í Naíróbí í Kenýa.
- 24. janúar - Ofursti og liðþjálfi í Atlacatl-herfylkinu voru dæmdir fyrir morð á sex jesúítaprestum og húshjálp þeirra árið 1989.
- 25. janúar - Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu: Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi Þorgeiri í vil.
- 26. janúar - Boris Jeltsín tilkynnti að Rússland mundi hætta að beina kjarnavopnum á bandarískar borgir.
- 27. janúar - Bandaríska verslunarkeðjan Macy's óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 30. janúar - Stórréttarhöldin í Palermó: Áfrýjunardómstóll í Róm staðfesti dóma yfir 360 af 474 ákærðum í samtals 2.665 ára fangelsisvist.
- 31. janúar - Þjóðhöfðingjar 12 fastalanda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og flestra hinna aðildarlandanna hittust í New York-borg til að ræða nýja heimsskipan í kjölfar endaloka Kalda stríðsins.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Bandaríska strandgæslan hóf að flytja flóttamenn frá Haítí aftur til heimalands síns.
- 4. febrúar - Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var skipuð af fulltrúum þriggja íslenskra ráðuneyta.
- 4. febrúar - Hugo Chávez leiddi misheppnaða valdaránstilraun í Venesúela.
- 7. febrúar – Evrópusambandið var stofnað með Maastrichtsamningnum.
- 8. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir voru settir í Albertville í Frakklandi.
- 9. febrúar - Borgarastyrjöldin í Alsír: Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi og hófu handtökur meðlima íslamska frelsisframvarðarins.
- 10. febrúar - Mike Tyson var ákærður fyrir að hafa nauðgað Desiree Washington.
- 14. febrúar - Úkraína og fjögur önnur fyrrum Sovétríki höfnuðu tillögu Rússa um að reka sameiginlegan her.
- 14. febrúar - Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var undirritaður af fulltrúum Evrópusambandsins og EFTA.
- 15. febrúar - Fyrsta Fokker 50-flugvél Flugleiða hf, Ásdís, kom til landsins og lenti á Akureyri.
- 16. febrúar - Ísraelsk árásarþyrla myrti leiðtoga Hezbollah í Líbanon, Abbas al-Musawi, og son hans.
- 17. febrúar - Mani pulite hófst á Ítalíu með handtöku Mario Chiesa.
- 20. febrúar - Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu var stofnuð og tók við sem efsta deild á Englandi.
- 21. febrúar - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að senda friðargæslulið til Júgóslavíu.
- 23. febrúar - Skuttogarinn Krossnes frá Grundarfirði sökk á Halamiðum. Þrír fórust en níu var bjargað. Þetta var fyrsti íslenski skuttogarinn sem sökk.
- 24. febrúar - Kurt Cobain gekk að eiga Courtney Love.
- 25. febrúar - Fjöldamorðin í Khojaly: Hundruð íbúa Khojaly í Nagornó-Karabak voru myrtar af armenskum hersveitum þegar þeir reyndu að flýja bæinn.
- 29. febrúar - Reykjavíkurborg hélt upp á það að íbúafjöldinn hefði náð eitt hundrað þúsund manns. Í tilefni af því var öllum 100 ára Reykvíkingum og eldri boðið til veislu í Höfða.
Mars
breyta- 1. mars - Íbúar Bosníu og Hersegóvínu samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bosníu-Serbar sniðgengu atkvæðagreiðsluna.
- 1. mars - Fyrstu fórnarlömb Bosníustríðsins féllu, serbneskur faðir brúðguma og rétttrúnaðarprestur í Sarajevó.
- 2. mars - Transnistríustríðið hófst.
- 2. mars - Microsoft setti Windows 3.1 á markað.
- 3. mars - 263 létust í versta kolanámuslysi í sögu Tyrklands við Zonguldak.
- 4. mars - Hæstiréttur Alsír bannaði Íslömsku frelsisfylkinguna.
- 4. mars - Þættirnir Ævintýri Indiana Jones hófu göngu sína á ABC.
- 6. mars - Tölvuvírusinn Michelangelo hóf að smitast milli tölva.
- 9. mars - Alþýðulýðveldið Kína undirritaði Samning um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 11. mars - Fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins El Diario La Prensa, Manuel de Dios Unanue, var myrtur á veitingastað í New York. Hann hafði fengið hótanir frá kólumbískum eiturlyfjahringjum.
- 12. mars - Máritíus varð lýðveldi.
- 12. mars - Ítalski stjórnmálamaðurinn Salvo Lima var myrtur af sikileysku mafíunni í Palermó.
- 13. mars - Hundruð létu lífið þegar Erzincan-jarðskjálftinn reið yfir austurhluta Tyrklands.
- 16. mars - Boris Jeltsín tilkynnti að stofnaður yrði sérstakur Rússlandsher.
- 18. mars - Hvítir Suður-Afríkubúar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu umbætur til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna.
- 18. mars - Finnland sótti um aðild að Evrópusambandinu.
- 24. mars - Samningur um opna lofthelgi var undirritaður í Helsinki.
- 25. mars - Alþingi afnam sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiskiskipum á Íslandi.
- 25. mars - „Síðasti Sovétborgarinn“ Sergej Konstantínóvits Krikaljev sneri aftur til jarðar eftir 311 daga dvöl í geimstöðinni Mír.
Apríl
breyta- 1. apríl - Blóðbaðið í Bijeljina hófst þegar vopnaðir serbneskir hópar hófu að myrða óbreytta borgara í Bijeljina í Bosníu.
- 2. apríl - John Gotti var dæmdur í ævilangt fangelsi í New York-borg, fyrir morð og skipulagða glæpastarfsemi.
- 5. apríl - Bosnía-Hersegóvína lýsti yfir sjálfstæði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 5. apríl - Bosníustríðið: Serbneskar hersveitir settust um Sarajevó.
- 5. apríl - Alberto Fujimori, forseti Perú, leysti upp þing Perú með tilskipun, kom á ritskoðun og lét handtaka stjórnarandstöðuþingmenn.
- 6. apríl - Stríð hófst í Bosníu og Hersegóvínu.
- 6. apríl - Barnaþátturinn Barney and Friends hóf göngu sína á PBS.
- 9. apríl - Manuel Noriega fyrrum einræðisherra í Panama var dæmdur fyrir margvíslega glæpi, s.s. fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
- 10. apríl - Írski lýðveldisherinn stóð fyrir sprengjutilræði í Baltic Exchange í London. 3 létust og 91 særðust.
- 12. apríl - Eurodisney-skemmtigarðurinn var opnaður. Síðar var nafni hans breytt í Disneyland Paris.
- 14. apríl - Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
- 16. apríl - Olíuflutningaskipið Katina P sigldi í strand skammt frá Mapútó í Mósambík með þeim afleiðingum að sextíu þúsund lítrar af olíu fóru í sjóinn.
- 16. apríl - Uppreisnarmenn steyptu forseta Afganistan, Mohammad Najibullah, af stóli og tóku hann höndum sem leiddi til borgarastyrjaldar.
- 20. apríl - Heimssýningin í Sevilla var opnuð.
- 21. apríl - Í Danmörku komst ræningi undan með 7,5 milljónir danskra króna eftir að hafa látið til skarar skríða gegn peningaflutningabíl Danske Bank við Bilka í Árósum.
- 22. apríl - Sprenging varð í Guadalajara í Mexíkó eftir að eldsneyti lak ofan í niðurfall. 215 létust og 1.500 særðust.
- 23. apríl - Halldór Laxness varð níræður og af því tilefni var farin blysför að Gljúfrasteini og efnt til leiksýninga.
- 27. apríl - Stuttmyndadagar í Reykjavík voru haldnir í fyrsta skipti á Hótel Borg.
- 28. apríl - Einu tvö Júgóslavíulýðveldin sem eftir voru, Svartfjallaland og Serbía, mynduðu Sambandslýðveldið Júgóslavíu sem síðar var kallað Serbía og Svartfjallaland.
- 29. apríl - Uppþotin í Los Angeles 1992 hófust eftir að tveir lögreglumenn sem gengu í skrokk á Rodney King voru sýknaðir fyrir rétti.
Maí
breyta- 2. maí - Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn er um tuttugu þúsund blaðsíður.
- 3. maí - Miðflokkurinn var stofnaður í Færeyjum.
- 5. maí - Rússneskir leiðtogar á Krímskaga lýstu yfir aðskilnaði frá Úkraínu en drógu yfirlýsinguna til baka fimm dögum síðar.
- 5. maí - Þrívíddartölvuleikurinn Wolfenstein 3D kom út fyrir MS-DOS.
- 5. maí - Borgarastyrjöldin í Tadsíkistan hófst.
- 7. maí - Geimskutlan Endavour fór í jómfrúarflug sitt.
- 9. maí - Áætlunarflugi með Fokker F27-flugvélum lauk á Íslandi, en það hafði staðið í nærfellt 3 áratugi. Við tóku Fokker 50-flugvélar.
- 9. maí - Linda Martin sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1992 fyrir Írland.
- 9. maí - Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var tekinn upp á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg.
- 13. maí - Li Hongzhi kynnti hreyfinguna Falun Gong í Kína.
- 15. maí - Heimssýningin í Genúa var opnuð.
- 16. maí - Skútan America³ sigraði áskorandann, Il Moro di Venezia, í keppninni um Ameríkubikarinn.
- 16. maí - Bosníustríðið: Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hörfuðu frá Sarajevó.
- 17. maí - Taílandsher barði niður mótmæli gegn herforingjastjórn Suchinda Kraprayoon af mikilli hörku
- 22. maí - Bosnía-Hersegóvína, Króatía og Slóvenía urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 23. maí - Giovanni Falcone, dómari, var myrtur ásamt eiginkonu sinni og þremur öryggisvörðum með sprengju í Palermó.
- 26. maí - Charles Geschke, forstjóra Adobe Systems, var rænt. Ræningjarnir náðust fjórum dögum síðar.
- 30. maí - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti efnahagsþvinganir gegn Júgóslavíu vegna Bosníustríðsins.
Júní
breyta- 2. júní - Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum mun (50,7% á móti 49,3%).
- 3. júní - Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun var sett í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 4. júní - Elsta málverk sem boðið hefur verið upp á Íslandi var selt á uppboði í Reykjavík. Það er talið vera eftir séra Hjalta Þorsteinsson (1665 - 1750) og sýnir biskupshjónin Þórð Þorláksson og Guðríði Gísladóttur.
- 7. júní- Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja, skip sem getur flutt 480 farþega og 62 fólksbíla í ferð.
- 8. júní - Alþjóðlegur dagur hafsins var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn og fór saman við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun.
- 10. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1992 hófst í Svíþjóð.
- 10. júní - Kvikmyndaverðlaunin MTV Movie Awards voru veitt í fyrsta sinn.
- 16. júní - Caspar Weinberger var dæmdur fyrir yfirhylmingu í Íran-Kontrahneykslinu.
- 17. júní - „Lasermaðurinn“ John Ausonius var gripinn af lögreglu í Stokkhólmi eftir misheppnað bankarán.
- 20. júní - Eistland tók upp krónu í staðinn fyrir sovésku rúbluna.
- 22. júní - Bein Nikulásar 2. Rússakeisara og Alexöndru Fjodorovnu voru grafin upp í Jekaterínburg.
- 23. júní - Bandaríski mafíuforinginn John Gotti var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Paul Castellano og fleiri glæpi.
- 23. júní - Verkamannaflokkur Ísraels undir forystu Yitzhak Rabin vann sigur í þingkosningum.
- 25. júní - Svartahafsráðið var stofnað.
- 26. júní - Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins framleiddi síðustu brennivínsflöskuna og afhenti hana Þjóðminjasafninu til varðveislu. Fyrsta flaskan var framleidd 1935 og er einnig varðveitt í safninu.
- 26. júní - Danmörk vann Evrópukeppni karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á Þýskalandi.
- 28. júní - Junko Tabei náði á tind Puncak Jaya og varð þar með fyrsta konan til að klífa alla Tindana sjö.
- 29. júní - Mohamed Boudiaf, forseti Alsír, var myrtur af lífverði sínum.
- 30. júní - Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tók sæti í lávarðadeildinni með titilinn „barónessa af Kesteven“.
Júlí
breyta- 1. júlí - Aðskilnaður var gerður á milli dómsvalds og umboðsvalds sýslumanna á Íslandi.
- 3. júlí - Norski njósnarinn Arne Treholt var náðaður og honum sleppt lausum.
- 4. júlí - Steffi Graf og Andre Agassi sigruðu Wimbledon-mótið í einliðaleik kvenna og karla.
- 8. júlí - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Melrose Place hóf göngu sína á Fox Network.
- 10. júlí - Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Dalvík.
- 10. júlí - Fyrrum leiðtogi Panama, Manuel Noriega, var dæmdur í 40 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og fjárkúgun.
- 13. júlí - Yitzhak Rabin varð forsætisráðherra Ísraels.
- 16. júlí - Maritime Monitor-aðgerðin markaði upphaf aðgerða NATO í Bosníu og Hersegóvínu.
- 17. júlí - Slóvakíska þingið lýsti yfir sjálfstæði Slóvakíu.
- 18. júlí - Neil Kinnock sagði af sér sem formaður Breska verkamannaflokksins.
- 19. júlí - Ítalski dómarinn Paolo Borsellino lést ásamt fimm fylgdarmönnum i bílasprengju í Palermó.
- 21. júlí - Transnistríustríðinu lauk með vopnahléi.
- 22. júlí - Pablo Escobar flúði úr fangelsi við Medellín í Kólumbíu.
- 23. júlí - Abkasía lýsti yfir sjálfstæði frá Georgíu.
- 25. júlí - Ólympíuleikar voru settir í Barselóna á Spáni.
- 26. júlí - Fyrsta teygjustökk á Íslandi í tilefni af fimm ára afmæli Hard Rock Café á Íslandi.
- 31. júlí - Fyrsta kvenkyns glasabarnið fæddist á Íslandi, stúlka sem vó 14 merkur. Fyrsti drengurinn hafði fæðst 17. mars 1988.
- 31. júlí - Thai Airways International flug 311 rakst á fjallshlíð í Nepal. Allir um borð, 113 talsins, fórust.
- 31. júlí - China General Aviation flug 7552 hrapaði skömmu eftir flugtak í Nanjing. 108 af 116 farþegum fórust.
Ágúst
breyta- 3.-4. ágúst - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í verkfall að undirlagi Afríska þjóðarflokksins til að mótmæla stjórn F. W. de Klerk.
- 5. ágúst - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, varð 100 ára. Hann varð þjóðhetja í fyrsta þorskastríðinu vegna framgöngu sinnar.
- 8. ágúst - Á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni náði Ísland fjórða sæti í handknattleik. Einnig varð Sigurður Einarsson í fimmta sæti í spjótkasti á þessum sömu leikum.
- 10. ágúst - Ríkisstjórn Ítalíu hóf harðar aðgerðir gegn sikileysku mafíunni með því að senda 7000 hermenn til Sikileyjar og flytja 100 mafíuforingja í öryggisfangelsi á sardinísku eyjunni Asinara.
- 10. ágúst - Ríkisstjórn Bretlands bannaði vopnaða sambandssinnahópinn Ulster Defence Association sem hafði starfað löglega í 10 ár.
- 12. ágúst - Kanada, Bandaríkin og Mexíkó tilkynntu að samkomulag hefði náðst um Fríverslunarsamning Norður-Ameríku.
- 13. ágúst - Fyrsta útibíó á Íslandi var í Borgarnesi, þar sem sýnd var kvikmyndin Grease. Áhorfendur voru um 600 talsins.
- 16. ágúst - Íslendingar unnu Norðurlandameistaratitil í golfi.
- 18. ágúst - Maður grunaður um fíkniefnasölu var handtekinn í Mosfellsbæ og fundust 1,2 kílógrömm af kókaíni í bíl hans. Í aðgerð lögreglunnar varð lögreglumaður fyrir mjög alvarlegu slysi.
- 18. ágúst - Forsætisráðherra Bretlands, John Major, tilkynnti um flugbannsvæðin yfir Írak til verndar Kúrdum.
- 20. ágúst - Krifast-vegtengingin milli Kristansund og meginlandsins í Noregi var opnuð.
- 21. ágúst - Umsátrið um Ruby Ridge hófst í Idaho í Bandaríkjunum.
- 22. ágúst - Á Egilsstöðum lauk vestnorrænu kvennaþingi með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
- 29. ágúst - Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur var frumsýnd.
- 29. ágúst - Tugþúsundir mótmæltu árásum nýnasista á flóttamenn og innflytjendur í Rostock í Þýskalandi.
- 30. ágúst - Umsátrinu um Ruby Ridge lauk þegar Randy Weaver gafst upp. Þá voru eiginkona hans, 14 ára sonur og einn lögreglufulltrúi látin.
- 31. ágúst - Stærsta og íburðarmesta skemmtiferðaskip, sem lagst hafði við bryggju í Reykjavík var bundið í Sundahöfn. Þetta var Crystal Harmony, 240 metra langt skip.
September
breyta- September - Fyrsti Kaupum ekkert-dagurinn var haldinn í Vancouver í Kanada.
- 1. september - Lögreglan í Peking handtók Shen Tong fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
- 2. september - 116 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Níkaragva.
- 7. september - Haraldur 5. og Sonja, konungshjón Noregs, komu í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands.
- 7. september - Forseti Tadsikistan, Rahmon Nabiyev, neyddist til að segja af sér eftir margra vikna átök.
- 7. september - Vopnaðir menn hliðhollir Oupa Gqozo einræðisherra í Ciskei í Suður-Afríku hófu skothríð á fylgismenn Afríska þjóðarflokksins með þeim afleiðingum að 28 létust.
- 12. september - Lögregla í Perú handsamaði Abimael Guzmán forsprakka hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígs.
- 13. september - Guðrún Helgadóttir hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bók sína, Undan illgresinu.
- 16. september - Svarti miðvikudagurinn: Ítalska líran og breska pundið voru felld út úr gengissamstarfi Evrópu.
- 17. september - Landsbankinn tók eignir Sambands íslenskra samvinnufélaga upp í skuldir og innlimaði þar með Samvinnubankann.
- 18. september - Danska bókamessan BogForum var sett í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn.
- 20. september - Frakkar samþykktu Maastricht-sáttmálann með 50,5% atkvæða.
- 22. september - Fyrstu Ólympíuleikum andlega fatlaðra lauk í Madrid. Íslendingar voru sigursælir í sundi og fékk íslenskt sundfólk alls 21 verðlaun á leikunum, þar af 10 gull. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fékk fleiri verðlaun á leikunum en nokkur annar keppandi.
- 29. september - Brasilíuþing samþykkti vantraust á forsetann, Fernando Collor de Mello.
- 30. september - Íþróttafélagið Garpur var stofnað í Rangárvallasýslu.
Október
breyta- 1. október - Fyrsta teiknimyndastöðin, Cartoon Network, hóf útsendingar.
- 2. október - Vígð var 120 metra löng brú yfir Dýrafjörð. Við það styttist leiðin á milli Þingeyrar og Ísafjarðar um 13 kílómetra.
- 2. október - Blóðbaðið í Carandiru hófst með uppþotum í Carandiru-fangelsinu í São Paulo í Brasilíu.
- 3. október - Írska söngkonan Sinéad O'Connor flutti lag um misnotkun barna innan kaþólsku kirkjunnar í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live og reif mynd af Jóhannesi Páli 2. páfa fyrir framan myndavélarnar.
- 4. október - 50 létust þegar El Al flug 1862 hrapaði á fjölbýlishús í Amsterdam.
- 4. október - Sextán ára langri borgarastyrjöld í Mósambík lauk með undirritun friðarsamnings í Róm.
- 6. október - Lennart Meri varð fyrsti forseti Eistlands eftir endurheimt sjálfstæðis.
- 7. október - Tekin voru í notkun flóðljós á Laugardalsvelli í Reykjavík.
- 9. október - Vígð var ný brú yfir Markarfljót. Brúin er 250 metra löng og með henni styttist hringvegurinn um 5 kílómetra. Fyrri brú yfir fljótið var vígð 1. júlí 1934.
- 12. október - Jarðskjálfti reið yfir Kaíró í Egyptalandi með þeim afleiðingum að 543 fórust.
- 16. október - Norska stórþingið samþykkti fullgildingu EES-samningsins með 130 atkvæðum gegn 35.
- 22. október - Síldveiðiskipið Hólmaborg landaði 1350 tonnum af síld á Eskifirði og var þetta stærsti síldarfarmur sem landað hafði verið úr einu skipi.
- 31. október - Jóhannes Páll 2. páfi afnam dóm rannsóknarréttarins yfir Galileo Galilei og baðst formlega afsökunar á honum.
Nóvember
breyta- 3. nóvember - William Jefferson Clinton (Bill Clinton) náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna.
- 4. nóvember - Breska þingið samþykkti Maastricht-sáttmálann með naumum meirihluta.
- 5. nóvember - Á Alþingi var felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. Tugir þúsunda kjósenda höfðu sent Alþingi áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 8. nóvember - Yfir 350.000 manns söfnuðust saman í Berlín til að mótmæla ofbeldi hægriöfgamanna gegn innflytjendum.
- 11. nóvember - Enska biskupakirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar.
- 13. nóvember - Alþjóðaveðurfræðistofnunin sagði frá fordæmislausri eyðingu ósónlagsins við bæði heimskautin.
- 13. nóvember - Riddick Bowe varð þungavigtarmeistari í hnefaleikum með sigri á Evander Holyfield.
- 16. nóvember - Hoxnesjóðurinn uppgötvaðist í Suffolk í Bretlandi.
- 20. nóvember - Eldur kom upp í Windsor-kastala og olli miklu tjóni.
- 24. nóvember - 141 lést þegar flugvél frá China Southern Airlines hrapaði í Kína.
- 24. nóvember - Elísabet 2. lýsti þessu ári sem annus horribilis vegna brunans í Windsor-kastala og hinna ýmsu hneykslismála sem vörðuðu konungsfjölskylduna.
- 24. nóvember - Tölvuleikurinn Sonic the Hedgehog 2 fyrir Sega Genesis kom út á sama tíma um allan heim.
- 25. nóvember - Sambandsþing Tékkóslóvakíu samþykkti skiptingu landsins í tvennt frá og með 1. janúar 1993.
- 25. nóvember - Norska stórþingið sótti um aðild að Evrópusambandinu.
Desember
breyta- 3. desember - 794. ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið til Sómalíu var samþykkt einróma.
- 3. desember - Gríska olíuskipið Aegean Sea strandaði við La Coruña á Spáni og um 70.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn.
- 4. desember - Bandaríkjaher sendi lið til Sómalíu undir merkjum UNITAF.
- 6. desember - Þúsundir aðgerðasinna úr röðum hindúa rifu moskuna Babri Masjid í Uttar Pradesh á Indlandi.
- 9. desember - Karl Bretaprins og Díana prinsessa af Wales tilkynntu skilnað sinn opinberlega.
- 12. desember - Um 12.000 manns fórust þegar jarðskjálfti reið yfir eyjuna Flóres í Indónesíu.
- 13. desember - Vígt var nýtt orgel í Hallgrímskirkju í Reykjavík og er það stærsta hljóðfæri á Íslandi og vegur um 25 tonn. Í því eru 5200 pípur og hæð þess er um 17 metrar. Smíði þess kostaði um 100 milljónir króna.
- 15. desember - Mani pulite: Bettino Craxi, aðalritari ítalska sósíalistaflokksins, fékk dómskvaðningu fyrir spillingu og brot gegn lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka.
- 15. desember - Fyrsta plata Dr. Dre, The Chronic, kom út í Bandaríkjunum.
- 16. desember - Þjóðarráð Tékklands samþykkti nýja stjórnarskrá Tékklands.
- 18. desember - Kim Young-sam var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
- 19. desember - Frumsýnd var kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur.
- 20. desember - Tónleikahöllinni Folies Bergère í París var lokað.
- 21. desember - Slobodan Milošević var endurkjörinn forseti Serbíu.
- 22. desember - Ógnarskjalasafnið (s. Archivos del Terror), listi yfir andstæðinga hægrisinnaðra ríkisstjórna í Suður-Ameríku á tímum Kalda stríðsins sem voru myrtir, fangelsaðir eða hurfu, fannst í Asúnsjón, höfuðborg Paragvæ.
- 24. desember - George H. W. Bush náðaði 6 embættismenn sem dæmdir höfðu verið fyrir þátttöku í Íran-Kontrahneykslinu.
- 29. desember - Fernando Collor de Mello fyrrum forseti Brasilíu var dæmdur fyrir að hafa stolið 32 milljónum dala af opinberu fé.
Ódagsettir atburðir
breyta- Jón Aðalsteinn Jónsson sá um endurútgáfu orðabókarinnar Lexicon Islandico-Latino-Danicum.
- Íþróttafélagið Hamar var stofnað í Hveragerði.
- Keilusamband Íslands var stofnað.
- Hummer-bílar komu fyrst á markað.
- Rússneska tónlistarútgáfan Moroz Records var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin Nada Surf var stofnuð.
- Listasjóður Dungal var stofnaður á Íslandi.
- Þýska tímaritið Alvíssmál hóf göngu sína.
- Sænska hljómsveitin The Cardigans var stofnuð.
Fædd
breyta- 18. janúar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 5. febrúar - Neymar da Silva Santos Júnior, brasilískur knattspyrnumaður.
- 11. febrúar - Taylor Lautner, bandarískur leikari.
- 10. mars - Emily Osment, bandarísk leik- og söngkona.
- 15. apríl - Amy Diamond, sænsk söngkona.
- 5. maí - Sighvatur Magnús Helgason, íslenskur glímukappi.
- 11. maí - Thibaut Courtois, belgískur knattspyrnumaður.
- 25. maí - Jón Daði Böðvarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 14. júní - Daryl Sabara, bandarískur leikari.
- 15. júní - Mohamed Salah, egypskur knattspyrnumaður.
- 1. júlí - Ásgeir Trausti, íslenskur söngvari.
- 22. júlí - Selena Gomez, bandarísk leikkona.
- 4. ágúst - Dylan og Cole Sprouse, bandarískir leikarar.
- 20. ágúst - Demi Lovato, bandarísk leik- og söngkona.
- 16. september - Nick Jonas, bandarískur söngvari (Jonas Brothers).
- 12. október - Josh Hutcherson, bandarískur leikari.
- 18. nóvember - Nathan Kress, bandarískur leikari.
- 23. nóvember - Miley Cyrus, bandarísk leik- og söngkona.
Dáin
breyta- 1. janúar - Grace Hopper, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1906).
- 29. janúar - Jón Sigurðsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1925).
- 30. janúar - Nanna Ólafsdóttir, íslenskur sagnfræðingur (f. 1915).
- 6. febrúar - Halldór H. Jónsson, íslenskur arkitekt og athafnamaður (f. 1912).
- 16. febrúar - Jânio Quadros, brasilískur stjórnmálamaður (f. 1917).
- 27. febrúar - Algirdas Julien Greimas, litháískur táknfræðingur (f. 1917).
- 2. mars - Ron Hardy, bandarískur plötusnúður (f. 1958).
- 15. mars - Ólafur Halldórsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1913).
- 23. mars - Friedrich A. von Hayek, austurrísk-breskur hagfræðingur, stjórnmálaheimspekingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
- 6. apríl - Isaac Asimov, rithöfundur (f. 1920).
- 19. apríl – Benny Hill, enskur gamanleikari (f. 1924).
- 23. apríl - Satyajit Ray, bengalskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1921).
- 28. apríl - Francis Bacon, írskur myndlistarmaður (f. 1909).
- 6. maí - Marlene Dietrich, þýsk söngkona (f. 1901).
- 21. júní - Joan Fuster, katalónskur rithöfundur (f. 1922).
- 28. júní – Mikhail Tal, litháískur skákmaður (f. 1936).
- 9. júlí - Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olís.
- 15. júlí - Hammer DeRoburt, fyrsti forseti Nárú (f. 1922).
- 1. september - Árni Böðvarsson, íslenskur málfræðingur (f. 1924).
- 16. september - Larbi Benbarek, marokkóskur knattspyrnumaður (f. 1917).
- 8. október - Willy Brandt, kanslari Þýskalands (f. 1913).
- 13. október - Haukur Morthens, íslenskur söngvari (f. 1924).
- 28. nóvember - Sidney Nolan, ástralskur listamaður (f. 1917).
- 13. desember - Aleksandar Tirnanić, júgóslavneskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1910).
- 24. desember - Peyo, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1928).
- 26. desember - Sigríður Hagalín, íslensk leikkona (f. 1926)