Marlene Dietrich
þýsk og bandarísk leik- og söngkona (1901-1992)
Marlene Dietrich (27. desember 1901 – 6. maí 1992) var þýsk leikkona, söngkona og skemmtikraftur. Hún hóf kvikmyndaleik árið 1923 og 1929 lék hún hlutverkið „Lola-Lola“ í Blái engillinn sem var ein af fyrstu talmyndunum sem gerð var í Evrópu. Eftir það flutti hún til Hollywood þar sem hún lék gjarnan háskakvendi í fjölmörgum kvikmyndum.