Miðflokkurinn (Færeyjar)

Um íslenska stjórnmálaflokkinn sem stofnaður var árið 2017, sjá Miðflokkinn (Ísland).
Miðflokkurinn
Formaður Jenis av Rana
Stofnár 3. maí 1992
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Kristilega demókratískur
Færeyska lögþingið
Vefsíða http://www.midflokkurin.fo/

Miðflokkurinn (færeyska: Miðflokkurin) er færeyskur stjórnmálaflokkur, stofnaður þann 3. maí 1992. Flokkurinn er klofningsframboð úr Kristilega fólkaflokknum. Flokkurinn er miðjuflokkur og sjálfstjórnarflokkur með kristileg gildi. Árið 1994 fékk flokkurinn kjörinn einn mann inn á færeyska lögþingið, engann næsta kjörtímabil á eftir en hefur síðan átt þingmenn þar síðan. Mest hefur flokkurinn fengið þrjá þingmenn, í síðustu kosningum 2008.