31. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
31. janúar er 31. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 334 dagar (335 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1208 - Orrustan við Lena átti sér stað í Svíþjóð milli Sörkvis yngri Karlssonar Svíakonungs, sem naut stuðnings Dana, og Eiríks, sonar Knúts Eiríkssonar Svíakonungs, sem hafði norskan stuðning. Eiríkur Knútsson vann sigur og varð konungur Svíþjóðar en Sörkvir flúði til Danmerkur.
- 1273 - Orrustunni um Xiangyang, sem staðið hafði í sex ár, lauk með sigri Júanveldisins yfir Songveldinu.
- 1504 - Frakkar afsöluðu sér Napólí til Ferdinands af Aragóníu, sem varð konungur Napólí sem Ferdinand 3.
- 1522 - Sveinsstaðafundur átti sér stað; vopnuð átök milli fylgismanna Teits ríka Þorleifssonar og Jóns Arasonar, síðar biskups.
- 1609 - Amsterdambanki var stofnaður.
- 1865 - Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna var samþykktur af Bandaríkjaþingi.
- 1881 - Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk á haf út í ofviðri. Hún var nýbyggð og vönduð.
- 1906 - Jarðskjálfti reið yfir strönd Ekvador og Kólumbíu. Flóðbylgja fylgdi í kjölfarið og að minnsta kosti 500 manns fórust.
- 1926 - Fyrstu útvarpsútsendingar í tilraunaskyni fóru fram á Íslandi þegar H.f. Útvarp hóf útsendingar.
- 1943 - Orrustan um Stalíngrad: Þýski hershöfðinginn Friedrich Paulus gafst upp þrátt fyrir skipanir Hitlers um að berjast til síðasta manns.
- 1951 - Flugvélin Glitfaxi fórst með 20 manns innanborðs út af Vatnsleysuströnd í aðflugi til Reykjavíkur. Hún var að koma frá Vestmannaeyjum.
- 1954 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1968 - Nárú lýsti yfir sjálfstæði frá Ástralíu.
- 1971 - Mannaða geimfarið Apollo 14 lagði upp í ferð til tunglsins.
- 1980 - Ferðamönnum var leyft að kaupa bjór við komuna til Íslands.
- 1980 - Borgarastyrjöldin í Gvatemala: Lögregla réðist inn í spænska sendiráðið í Gvatemalaborg þar sem mótmælendur höfðust við, brenndu það og myrtu 36 manns. Spænski sendiherrann slapp naumlega með því að skríða út um glugga.
- 1981 - Allsherjarmanntal var tekið á Íslandi, það 22. í röðinni síðan 1703.
- 1982 - Samtök um kvennaframboð voru stofnuð af konum í Reykjavík.
- 1987 - Síðustu Ohrbach's-versluninni var lokað í New York.
- 1990 - Fyrsti rússneski McDonaldsstaðurinn var opnaður í Moskvu.
- 1990 - Hófsami músliminn Rashad Khalifa var myrtur í Tucson, Arisóna. Talið er að morðingi hans hafi verið meðlimur í Al-Kaída.
- 1992 - Þjóðhöfðingjar 12 fastalanda öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og flestra hinna aðildarlandanna hittust í New York-borg til að ræða nýja heimsskipan í kjölfar endaloka Kalda stríðsins.
- 1996 - Tamíltígrar gerðu sprengjuárás á Seðlabanka Srí Lanka í Kólombó. 86 létust og 1400 særðust.
- 1996 - 122 létust þegar 9,1 tonn af dínamíti sprungu í ólöglegri sprengiefnaverksmiðju undir íbúðarblokk í Shaoyang í Kína.
- 1999 - Fyrsti þátturinn af Family Guy var sendur út í Bandaríkjunum.
- 2000 - 88 fórust þegar Alaska Airlines flug 261 hrapaði í Kyrrahaf.
- 2010 - Íslenska handknattleikslandsliðið hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki.
- 2012 - Sprengja var sprengd við Hverfisgötu 6, skamman spöl frá Stjórnarráðshúsinu. Karlmaður sást flýta sér af vettvangi í hvítum sendibíl en myndir af bæði manninum og bílnum náðust á öryggismyndavélar.
- 2015 - Sergio Mattarella var kjörinn forseti Ítalíu.
- 2016 - Barnalánið var á gjalddaga.
- 2016 - Þrjár hryðjuverkaárásir á skóla í Damaskus ollu 60 dauðsföllum. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásunum.
- 2018 - Tunglmyrkvi átti sér stað en daginn áður var Tunglið ofurmáni vegna nálægðar við jörðu og blámáni (annað fullt tungl í mánuði).
- 2020 – Bretland yfirgaf Evrópusambandið formlega.
- 2021 - Nguyễn Phú Trọng var kjörinn aðalritari Víetnamska kommúnistaflokksins í þriðja sinn.
Fædd
breyta- 1512 - Hinrik 1. Portúgalskonungur (d. 1580).
- 1543 - Tokugawa Ieyasu, japanskur herstjóri (d. 1616).
- 1686 - Hans Egede, danskur trúboði (d. 1758).
- 1699 - Mathias Haydn, austurrískur vagnsmiður (d. 1763).
- 1756 - Maria Theresa af Savoja, kona Karls 10., síðar Frakkakonungs (d. 1805).
- 1797 - Franz Schubert, austurrískt tónskáld (d. 1828).
- 1884 - Theodor Heuss, fyrsti forseti Vestur-Þýskalands (d. 1963).
- 1902 - Tallulah Bankhead, bandarísk leikkona (d. 1968).
- 1902 - Alva Myrdal, sænskur stjórnmálamaður og rithöfundur, handhafi Friðarverðlauna Nóbels (d. 1986).
- 1905 - John O'Hara, bandarískur rithöfundur (d. 1970).
- 1907 - Jakob Tryggvason, íslenskur tónlistarmaður (d. 1999).
- 1923 - Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 1929 - Jean Simmons, bresk leikkona (d. 2010).
- 1935 - Kenzaburo Oe japanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1938 - Beatrix Hollandsdrottning.
- 1941 - Eugene Terre'Blanche, suðurafrískur baráttumaður (d. 2010).
- 1942 - Jean-Pierre Bourtayre, franskur lagahöfundur.
- 1953 - Herdís Þórðardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Johnny Rotten, breskur söngvari (Sex Pistols).
- 1964 - Jeff Hanneman, bandarískur gítarist (Slayer).
- 1970 - Minnie Driver, bresk leik- og söngkona.
- 1974 - Ian Huntley, enskur morðingi.
- 1981 - Justin Timberlake, bandarískur söngvari.
- 1982 - Helena Paparizou, grísk söngkona.
- 1985 - Thor Möger Pedersen, danskur stjórnmálamaður.
Dáin
breyta- 1398 - Sukō Japanskeisari (f. 1334).
- 1580 - Hinrik 1. Portúgalskonungur (f. 1512).
- 1606 - Guy Fawkes, einn þátttakenda í Púðursamsærinu í Englandi (f. 1570).
- 1719 - Þormóður Torfason, íslenskur sagnaritari (f. 1636).
- 1824 - Tómas Klog, íslenskur læknir (f. 1768).
- 1933 - John Galsworthy, breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1867)
- 1974 - Samuel Goldwyn, bandarískur framkvæmdastjóri-kvikmyndastúdíós (f. 1882).
- 1986 - Moderato, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 1989 - William Stephenson, kanadískur njósnari (f. 1897).
- 1989 - Kristján Albertsson, íslenskur rithöfundur (f. 1897).