Rodney King
Rodney Glen King (fæddur þann 2. apríl 1965 í Kaliforníu – 17. júní 2012) var svartur leigubílsstjóri sem var stoppaður af meðlimum lögreglunnar í Los Angeles (Laurence Powell, Timothy Wind, Theodore Briseno og Stacey Koon) árið 1991, eftir að hafa keyrt of hratt. Var atvikið tekið upp á myndband af George Holliday, og var það sýnt um allan heim. Á myndbandinu sáust lögreglumennirnir fjórir lemja Glen King í sífellu á meðan 4-6 aðrir stóðu aðgerðarlausir hjá.
Var þetta uppspretta óeirðanna í Los Angeles.
Þetta æviágrip sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.