Halamið
Halamið eða Hali eru fiskimið á brún landgrunns Íslands við enda Djúpáls sem liggur út frá Ísafjarðardjúpi norðvestur af Vestfjörðum. Þessi mið urðu mikilvæg eftir að Íslendingar hófu sjósókn á togurum eftir 1920. Laugardaginn 7. febrúar 1925 gerði þar aftakaveður svo tveir togarar fórust, Leifur heppni og Robertson, og með þeim 68 menn. Var þetta síðan kallað Halaveðrið.