Handbolti

(Endurbeint frá Handknattleikur)

Handbolti eða handknattleikur er hópíþrótt þar sem tvö sjö manna lið keppast um að koma bolta í mark. Einn liðsmaður úr hvoru liði er markmaður og er sá eini sem má stíga inn í markteiginn á sínum vallarhelmingi. Í vörn standa hinir sex utan teigsins og reyna að hindra sókn andstæðinganna, í sókn sækja þeir að hinu markinu og reyna koma boltanum í mark andstæðinganna. Liðsmenn mega ekki taka fleiri en þrjú skref án þess að drippla boltanum og mega ekki halda boltanum án þess að senda eða skjóta í meira en þrjár sekúndur. Í hvoru liði eru tveir hornamenn, tvær skyttur, einn miðjumaður, einn línumaður og einn markmaður.

Handboltaleikur á Ólympíuleikunum í Sydney 2000.

Handboltakappleikur er hraður og yfirleitt eru skoruð mörg mörk miðað við aðrar knattíþróttir.

Handbolti er vinsæl íþrótt á Íslandi og hafa íslenskir handboltamenn náð góðum árangri bæði hér heima og erlendis í gegnum árin.

Uppruni handknattleiks á ÍslandiBreyta

Valdimar Sveinbjörnsson íþróttakennari flutti handknattleik til Íslands árið 1921, en hann var þá nýkominn heim frá námi við Íþróttakennaraskóla Danmerkur. Á næstu árum var notast við handknattleik í íþróttakennslu á nokkrum stöðum á landinu, svo sem í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. Fyrsti skráði handboltaleikurinn fór fram milli tveggja stúlknaliða í Hafnarfirði sumarið 1925.

Fyrstu árin var handknattleiksiðkun fyrst og fremst bundin við skóla á borð við Flensborgarskólann, Menntaskólann í Reykjavík og Háskólann. Með tímanum fóru hefðbundnu íþróttafélögin þó að leggja stund á þessa grein, meðal annars í tengslum við inniæfingar knattspyrnumanna á vetrum. Fyrsta Íslandsmótið í handbolta var haldið í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu árið 1940.

Lengi vel var keppt í handknattleik bæði innanhúss og utan. Með tímanum fór áhugi á utanhússhandknattleik þó minnkandi og lagðist keppni í greininni endanlega af í kringum 1980.

Handknattleikssamband Íslands var stofnað árið 1957. Sér það meðal annars um rekstur landsliða Íslands sem náð hafa góðum árangri á stórmótum. Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Beijing 2008 og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010 en hafnaði í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011.

Leikvöllurinn er 40 metra langur og 20 metra breiður ferhyrningur og skiptist í tvo markteiga og leiksvæði. Langhliðarnar heita hliðarlínur og skammhliðarnar heita marklínur (milli markstanga) eða ytri marklínur (sitt hvoru megin við markið). Öryggissvæði skal vera í kringum leikvöllinn, minnst 1 metri á breidd við hliðarlínur og 2 metrar á breidd fyrir aftan marklínur. Leikvelli má ekki breyta í leik öðru liðinu í hag. 1:2 Mark er staðsett mitt á milli ytri marklína. Mörk verður að festa tryggilega við gólfið eða vegginn á bak við þau. Innri mál marka eru 2 metrar á hæð og 3 metrar á breidd. Milli markstanga er lárétt þverslá. Bakhlið markstanga skal vera í beinni línu við bakhlið marklínu. Markstangir og þverslá skulu vera ferhyrndar og 8 cm á breidd. Á þeim þremur hliðum sem sýnilegar eru frá vellinum skulu þær málaðar í tveimur andstæðum litum sem skera sig einnig greinilega frá bakgrunninum. Mörkin verða að hafa net sem skal festa þannig að bolti, sem kastað er í markið, verði yfirleitt eftir í markinu. 1:3 Allar línur á vellinum tilheyra því leiksvæði sem þær afmarka. Marklínur skulu vera 8 cm breiðar milli markstanga en allar aðrar línur skulu vera 5 cm breiðar

Markið sjálft er 2,08 á hæð og 2,16 á breidd

Tengt efniBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Körfubolti

   Þessi handknattleiksgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.