Naíróbí

Höfuðborg Keníu

Naíróbí er stærsta borg Kenía og jafnframt höfuðborg. Nafnið kemur úr máli masaja, Enkarenairobi, sem merkir „köld vötn“.

Keniakaart.png

Borgin var stofnuð 1899 sem birgðastöð fyrir Úganda-járnbrautina milli Mombasa og Úganda. 1900 kom upp faraldur í borginni og hún var brennd til grunna. Eftir það var hún endurbyggð og varð höfuðstaður Bresku Austur-Afríku og síðan höfuðborg þegar Kenía fékk sjálfstæði árið 1963.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.