Hótel Borg

hótel við Austurvöll

Hótel Borg er hótel staðsett á Pósthússtræti 9-11, við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Hótelið var reist af Jóhannesi Jósefssyni glímukappa og konu hans Karólínu Amalíu Guðlaugsdóttur og opnaði vorið 1930, rétt fyrir Alþingishátíðina. Áður en það opnaði formlega voru veitingasalir þess teknir í notkun á nýársfagnaði 18. janúar 1930. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Hótel Borg árið 2007.
Teikning af Hótel Borg. Myndin birtist í Tímanum 14. maí 1930

Húsið var hertekið af Bretum í seinni heimsstyrjöld. Hótelið var lengi eina löglega vínveitingahúsið á landinu og kjarni í skemmtanalífi og tónlist. Eftir 1950 urðu valkostir fleiri.[1]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

breyta
  1. Svona var matseðillinn á Hótel Borg 1944 Vísir, skoðað 25. maí 2020