Opna aðalvalmynd

Kaupum ekkert-dagurinn

Kaupum ekkert-ganga í San Francisco árið 2000.

„Buy Nothing-day“ eða Kaupum ekkert dagurinn er óformlegur dagur, sem haldinn er víða um heim, til að mótmæla neysluhyggju. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu sína og fá fólk til að stoppa og hugsa sig betur um áður en ákveðið er að kaupa eitthvað.

Dagurinn á upptök sín að rekja til Kanada. Þar var hann fyrst haldinn í Vancouver í september árið 1992. Það var listamaðurinn Ted Dave sem stofnaði hreyfinguna kynnti í kanadíska tímaritinu Adbusters.  Árið 1997 var Kaupum ekkert-dagurinn svo færður á fyrsta föstudag eftir Þakkagjörðarhátíðina sem er einn mesti verslunardagur í Bandaríkjunum, en sá dagur er einnig þekktur sem „Black Friday“.[1]

Kaupum ekkert-dagurinn hefur svo verið að dreifa sér smátt og smátt í fleiri lönd. Í kringum aldamótin var þessi dagur haldinn víðsvegar um Evrópu og í dag er hann haldinn í yfir 60 löndum.[2]

Á Íslandi var Kaupum ekkert-dagurinn fyrst haldinn þann 24. Nóvember árið 2000, en þá var hópur af listamönnum sem tók sig saman og skipulagði dagskrá fyrir daginn sem var haldinn í Reykjavík.

Black FridayBreyta

Þakkagjörðarhátíðin er haldin á fjórða fimmtudeginum í nóvember í Bandaríkjunum á ári hverju. Dagurinn þar á eftir er kallaður “Black Friday“ eða Svartur Föstudagur, en hann er þekktur sem einn stærsti verslunar dagurinn í Bandaríkjunum. Hann á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1932 og markar í raun upphafið af jólaverslunum í Bandaríkjunum.

Á þessum degi eru verslanir með mikinn fjölda af vörum á afslætti, algengt er að afsláttur sé mikill og takmarkað magn af vörum svo það þarf að hafa hraðar hendur. Oft hafa brotist út slagsmál því að spennan og æsingurinn er svo mikill að ná þeim vörum sem verið er að sækjast eftir. Frá árinu 2006 hafa verið 98 manns slasast og 7 dauðsföll tengd þessum degi verið tilkynnt í Bandaríkjunum. Dæmi eru um að fólk tjaldi jafnvel fyrir utan verslanir daginn áður svo þau komist inn um leið og hún opnar og geti þá tryggt sér þær vörur sem þau vilja.[3]

Líkt og Kaupum ekkert-dagurinn þá hefur „Black Friday“ dreift úr sér og er nú haldin í næstum 20 löndum og fleiri bætast í hópinn á ári hverju. Dagurinn ruddi sér fyrst rúms á Íslandi árið 2013 þegar Húsgagnahöllin bauð uppá afslátt á Svörtum föstudegi. Árið eftir fylgdu fleiri verslanir og þeim fer fjölgandi með ári hverju.[4]

Cyber MondayBreyta

Mánudagurinn á eftir „Black Friday“ er þekktur sem „Cyber Monday“ eða Rafrænn mánudagur, en sá dagur er tileinkaður vefverslunum sem bjóða upp á afslátt þennan dag. Cyper Monday var búinn til af markaðsfyrirtækjum árið 2005. Oft eru það litlar vefverslanir sem nýta þennan dag til að bjóða uppá allskonar tilboð og afslætti. Ein af ástæðunum er að þessar litlu verslanir geta ekki keppt við tilboðin sem stóru keðjurnar bjóða uppá á „Black Friday“.[5]

TilvísanirBreyta