Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og hefur það hlutverk að viðhalda friði og öryggi á meðal þjóða. Stofnunin er sú eina innan SÞ sem hefur völd til þess að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir aðildarríki SÞ samkvæmt sáttmála þeirra, ákvarðanir þess nefnast ályktanir. Meðlimir ráðsins eru 15, þar af eru fimm með fast sæti en 10 sem kosnir eru af allsherjarþinginu. Föstu meðlimirnir eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína, áður Tævan og Rússland, áður Sovétríkin.[1]

Fundarsalur öryggisráðsins í höfuðstöðvum S.þ.. Gefinn af Noregi

Uppbygging

breyta

Sameinuðu Þjóðirnar voru stofnaðar með það í huga að læra af mistökum Þjóðabandalagsins sem hafði verið stofnað eftir fyrri heimsstyrjöldina.[2] Var þar enginn hvati fyrir stórveldin að taka þátt þar sem þau græddu ekkert á því. Með það í huga var Öryggisráðið stofnað. Fengu því 5 stærstu ríkin fast sæti í ráðinu. Fyrst voru það sex lönd sem voru kosin á tveggja ára fresti en 1965 var sætunum fjölgað í 15 og þá 10 lönd kosin til tímabundarinnar setu.[3] Einnig var stóru löndunum fimm gefið neitunarvald og þurfa því öll löndin með fasta setu að samþykkja ályktunina eða sitja hjá. Sé ályktunin samþykkt er hún bindandi fyrir SÞ. Þurfa 9 lönd þó alltaf að samþykkja ályktun svo hún komist í gegn.[2] Þau lönd sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu er skipt í hópa eftir landfræðilegri staðsetningu og er kosið úr þeim hópum til setu í ráðinu á tveggja ára fresti. Hóparnir eru Afríka með þrjú sæti, Vestur-Evrópa og aðrir með tvö sæti, Rómanska Ameríka og Karíbahafið með tvö sæti, Asía með tvö sæti og svo Austur-Evrópa með eitt sæti.[4] Fer síðan hvert land með forsæti í ráðinu í einn mánuð í senn. Ávallt þarf einn fulltrúi frá hverju landi að vera staddur í höfuðstöðvum SÞ í New York til að hægt sé að bregðast strax við hættum.[5]

Hlutverk

breyta

Markmið ráðsins er að viðhalda friði og öryggi. Þegar því er ógnað eru fyrstu viðbrögðin ráðsins að leyta leiða til að leysa ágreining friðsamlega. Hafa þeir ýmsar leiðir til þess t.d. sett undirstöðuatriði fyrir lönd í samningaviðræðum. Einnig geta þeir rannsakað um hvað ágreiningurinn er og þá tekin ákvörðun hvort málið sé þess sniðið að hægt sé að leysa það á skömmum tíma eða þurfa utankomandi aðilar að koma og veita aðstoð. Ef til átaka kemur geta þeir komið á vopnahléi til að koma í veg fyrir að átökin magnist upp. Einnig geta þeir sent inn friðargæsluliða til að verja almenna borgara í löndunum. Ef ekkert af þessu virka getur Öryggisráðið samþykkt viðskiptabönn á lönd til að þrengja að efnahag þeirra eða gripið til hernaðarlegra íhlutunar ef þeir sjá enga aðra leið færa.[6]

Þróunin

breyta

Þær raddir sem vilja breytingu á Öryggisráðinu gerast háværari. Þau fimm lönd sem eitt sinn voru stærstu ríki heim eru það ekki lengur í dag. Indland, Suður Afríka, Þýskaland, Brasilía og Japan hafa öll leitast eftir að fá varanlegt sæti í ráðinu.[7] Rökin fyrir því eru m.a. að þau ýmist stærri en núverandi eða fyrrverandi fastameðlimir ráðsins. Einnig er þeim rökum teflt fram einsleitni ríki meðal fastameðlima ráðsins. Tvö ríki innan Evrópusambandsins tala máli þess, Bretland og Frakkland. Einnig hallar neitunarvald landa í Suður-Ameríku og Afríku. Lönd innan Asíu hafa óskað eftir neitunarvaldi. Telja þau að Kína taki um of ákvarðanir sem séu þvert á vilja fjölmargra landa í Asíu. Sú hugmynd hefur komið upp að fjölga löndunum 15 í 25 og þá fastafulltrúum úr fimm í ellefu ellegar fjölga fastafulltrúum um sex, úr fimm í 11.[8]

Tenglar

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júlí 2014. Sótt 10. nóvember 2014.
  2. 2,0 2,1 Baylis, J., Smith, S., Owens, P (2014). The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 306.
  3. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/532070/United-Nations-Security-Council
  4. http://www.infoplease.com/spot/un2.html
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. júlí 2014. Sótt 10. nóvember 2014.
  6. http://www.un.org/en/sc/about/
  7. Baylis, J., Smith, S., Owens, P (2014). The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 308.
  8. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/532070/United-Nations-Security-Council