Halldór H. Jónsson

íslenskur arkitekt og viðskiptamaður

Halldór Haukur Jónsson (f. 3. október 1912 - d. 6. febrúar 1992) var íslenskur arkitekt og viðskiptamaður. Vegna setu hans í fjölda stjórna stórra, íslenskra fyrirtækja var hann á tíðum nefndur stjórnarformaður Íslands. Hann var stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands frá árinu 1974 til dauðadags.

Foreldrar Halldórs voru Jón Björnsson frá Bæ í Borgarfirði, bóndi og kaupmaður, og Helga Björnsdóttir, húsmóðir. Halldór gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1931. Hann hélt til Svíþjóðar í nám í arkitektúr í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og lauk þaðan námi árið 1938. Eftir að hann sneri heim hóf hann störf við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Ári seinna stofnaði hann eigin arkitektastofu. Árið 1940 giftist hann Margréti Þ. Garðarsdóttur, dóttur Garðars Gíslasonar, stórkaupmanns. Halldór hóf störf við fyrirtæki tengdaföður síns, G. Gíslason & Hay (seinna Garðar Gíslason hf.). Í gegnum Garðar kynntist Halldór sterkefnuðum mönnum í íslensku viðskiptalífi s.s. Ingólfi á Hellu. Hann hafði þá þegar kynnst Sveini Valfells en Halldór sat í stjórn fyrirtækis hans, Steypustöðinni hf. frá 1947-73. Halldór var stjórnarformaður Sameinaðra verktaka sem var stofnað 1954 og átti helmingshlut í verktakafyrirtækinu Íslenskir aðalverktakar. Góðkunningi hans Geir Hallgrímsson, seinna forsætisráðherra Íslands var þá forstjóri Íslenskra aðalverktaka.

Halldór settist fyrst í stjórn Eimskipafélags Íslands árið 1965 og varð stjórnarformaður 1974. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi frá 1960-78. Í stjórn Vinnuveitendasambands Íslands 1952-79.

Byggingar sem Halldór teiknaði

breyta

Heimildir

breyta
  • Örnólfur Árnason (1991). Á slóð kolkrabbans. Skjaldborg.
  • „Halldór H. Jónsson arkitekt - Minning“. Morgunblaðið. 13. febrúar 1992.
  • „Halldór H. Jónsson borinn til grafar“. Morgunblaðið. 14. febrúar 1992.