Karl Bretaprins

Karl Bretaprins, prinsinn af Wales (Charles Philip Arthur George) (f. 14. nóvember 1948), er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og Filippusar prins og er hann því ríkisarfi móður sinnar að Bretlandi. Karl er einnig hertogi af Cornwall og hertogi af Rothesay í Skotlandi. Hann erfði jafnframt titilinn hertogi af Edinborg við andlát föður síns í apríl 2021.[1]

Skjaldarmerki Windsor-ætt Prinsinn af Wales
Windsor-ætt
Karl Bretaprins
Karl Bretaprins
Ríkisár Ríkisarfi
SkírnarnafnCharles Philip Arthur George
Ættarnafn:
Mountbatten–Windsor
Fæddur14. nóvember 1948 (1948-11-14) (73 ára)
 Buckinghamhöll, London
Konungsfjölskyldan
Faðir Filippus prins, hertogi af Edinborg
Móðir Elísabet II Bretadrottning
Eiginkonur1. Díana prinsessa af Wales,
fædd Lafði Díana Spencer
2. Camilla hertogaynja af Cornwall, fædd Camilla Shand
BörnKarls og Díönu prinsessu:

FjölskyldaBreyta

29. júlí 1981 giftist Karl fyrri konunni sinni, Lafði Díönu Spencer að viðstöddum 3.500 gestum í Dómkirkju Heilags Páls í Lundúnum. Brúðkaupið var sent út í sjónvarpi og er áætlað að um 750 milljón manns hafi horft á athöfnina. Þau eiga tvo drengi:

Hjónaband Karls og Díönu var ekki hamingjusamt þegar á leið og stóðu þau bæði í framhjáhaldi. Þau skildu árið 1996.

Þekktasta frilla Karls var Camilla Parker-Bowles sem er núverandi eiginkona hans en þau giftu sig árið 2005.

TilvísanirBreyta

  1. „HRH The Duke of Edinburgh“. College of Arms. 9. apríl 2021.