Íþróttafélagið Garpur

Íþróttafélagið Garpur var stofnað 30. september 1992.[1] Stofnfélagar voru 27 og var stofnað af og fyrir þrjá hreppi í sömu sveit; Landhrepp, Holtahrepp og Ásahrepp en þessir hreppir eru allir í Rangárvallasýslu. Aðsetur íþróttafélagsins er að Laugalandsskóla í Holtum sem liggur að landveginum suður í Landsveit.[1]

Deildir innan félagsins

breyta

Félagið rekur æfingar fyrir Laugalandsskóla.[2] Þó er ekki lokað fyrir neinn að sækja æfingu hjá Garpsmönnum.

Þær deildir og það sem er hægt að iðka hjá íþróttafélaginu er eftirfarandi: blak, badminton, knattspyrna, handknattleikur, frjálsar íþróttir og síðast en ekki síst glíma. Yngstu iðkendur Garps fara í Stubbaleikfimi en það hefur verið í boði í tvo áratugi.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 UMFÍ. „Íþróttafélagið Garpur 20 ára“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. mars 2013. Sótt 14. júlí 2013.
  2. Laugalandsskóli í Holtum. „Garpur“. Sótt 14. júlí 2013.
   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.