Íþróttafélagið Garpur

Íþróttafélagið Garpur var stofnað 30. september 1992. Stofnfélagar voru 27 og var stofnað af og fyrir þrjá hreppi í sömu sveit; Landhrepp, Holtahrepp og Ásahrepp en þessir hreppir eru allir í Rangárvallasýslu. Aðsetur íþróttafélagsins er að Laugalandsskóla í Holtum sem liggur að landveginum suður í Landsveit. Núverandi formaður er Bjarni Bent Ásgeirsson. Frá upphafi hafa að minnsta kosti 227 iðkendur keppt eða æft undir barmerkjum Íþróttafélagsins Garps og geta með sanni sagt að þeir séu Garpar. En iðkendur og félagsmenns íþróttafélagsins geta og mega kalla sig Garp en þykir það mikil nafnbót þar í sveit.[heimild vantar]

Deildir innan félagsins

breyta

Það er margt um að velja hjá þessu þróttmikla íþróttafélagi. En það er eitt sem félagið hefur ávallt staðið fyrir og það er að veita börnum sveitarinnar hreyfingu, skemmtun og síðast en ekki síst félagsskap í nafni drengilegra leikja. Því hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið starfandi meistaraflokkur innan félagsins. Félagið er líka stoð og burðarveggur fyrir íþróttir fyrir Laugalandsskóla. Þó er ekki lokað fyrir neinn að sækja æfingu hjá Garpsmönnum.

Þær deildir og það sem er hægt að iðka hjá íþróttafélaginu er eftirfarandi: blak, badminton, knattspyrna, handknattleikur, frjálsar íþróttir og síðast en ekki síst glíma en þeir allra fræknustu fara í glímuna og spreyta sig þar. Yngstu iðkendur Garps fara í Stubbaleikfimi en það hefur verið fastur liður áratugum saman hjá íþróttafélaginu eða að minnsta kosti tvo áratugi.

Landsveit

breyta

Sveitin sem Íþróttafélagið Garpur er staðsett heitir Landsveit og er að sögn félagsmanna fegursta sveit Íslands. Oft fylgir með „og að auðvitað þó víðar væri leitað því Ísland er fegursta land alheimsins“. En sveitin liggur við Heklurætur og fylgir því heilmikil saga. Þarna bjuggu bændurnir sem gáfu Heklu nafnið „Hlið helvítis“ og þarna í sveitinni var útihátíðin að Galtalæk haldin ár eftir ár. Búrfellsvirkjun er í sveitinni og hellir sem sannar það að írskir papar dvöldu hér á landi á undan víkingunum og á meðan. Þeir ristu rúnir í hellin en hellirinn er talinn vera felustaður þeirra fyrir víkingum. Hellirinn er á vesturhlið Skarðfells sem liggur í sveitinni. Að Leirubakka er hótel og hið fræga Heklusetur en þar er saga Heklu tekin fyrir. Í sveitinni ríkir mikil hestamennska og eru margir sveitabæir, sumarbústaðir og búgarðar sem eru eignir hestamanna í sveitinni.

[1]

[2]

[3]

[4]

Tilvísanir

breyta
  1. UMFÍ. „Íþróttafélagið Garpur 20 ára“. Sótt 14. júlí 2013 2013.
  2. Laugalandsskóli í Holtum. „Garpur“. Sótt 14. júlí 2013.
  3. Íþróttafélagið Garpur. „Garpsmenn“. Sótt 14. júlí 2013.
  4. Jón Gunnar Njarðarson. „Garpur í hvínanda“. Sótt 14.júlí 2013.