Slobodan Milošević
Slobodan Milošević (serbneska: Слободан Милошевић, ⓘ), (20. ágúst 1941 - 11. mars 2006) var serbneskur leiðtogi og um tíma forseti Júgóslavíu.
Slobodan Milošević | |
---|---|
Слободан Милошевић | |
Forseti Sambandslýðveldisins Júgóslavíu | |
Í embætti 23. júlí 1997 – 7. október 2000 | |
Forsætisráðherra | Radoje Kontić Momir Bulatović |
Forveri | Zoran Lilić |
Eftirmaður | Vojislav Koštunica |
Forseti Serbíu (innan Júgóslavíu) | |
Í embætti 11. janúar 1991 – 23. júlí 1997 | |
Forsætisráðherra | Dragutin Zelenović Radoman Božović Nikola Šainović Mirko Marjanović |
Forveri | Embætti stofnað |
Eftirmaður | Dragan Tomić (starfandi) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. ágúst 1941 Požarevac, Serbíu |
Látinn | 11. mars 2006 (64 ára) Haag, Hollandi |
Þjóðerni | Serbneskur |
Stjórnmálaflokkur | Kommúnistasamband Júgóslavíu (1959–1990) Sósíalistaflokkur Serbíu (1990–2006) |
Maki | Mirjana Marković (g. 1971) |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Belgrad |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Hann var forseti Serbíu innan Júgóslavíu frá 1989 til 1997 og síðan forseti Sambandslýðveldisins Júgóslavíu frá 1997 til 2000. Hann var leiðtogi Sósíalistaflokks Serbíu frá stofnun hans 1992 til 2001.
Hann var lykilpersóna í Júgóslavíustríðunum á tíunda áratug 20. aldar. Á meðan Kósóvóstríðinu stóð árið 1999 varð hann fyrsti sitjandi þjóðarleiðtogi í heiminum til að sæta ákæru um stríðsglæpi. Seinna bættust við ákærur um glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir og fjöldanauðganir bæði vegna Kósóvó og átakanna í Bosníu og Króatíu.
Eftir að Milošević neitaði að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum árið 2000 gerðu landsmenn uppreisn gegn honum og að lokum neyddist hann til þess að segja af sér 5. október 2000. Í kjölfarið var hann framseldur til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Þann 11. mars 2006 lést hann í haldi þegar stutt var eftir af vitnaleiðslum í málinu. Opinber dánarorsök hans var hjartaáfall. Þrátt fyrir að vera hjartveikur fyrir hafa ekki allir verið tilbúnir að samþykkja þá skýringu.[1] Þann 5. apríl sama ár tilkynnti dómstóllinn hins vegar að hann hefði látist af eðlilegum orsökum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Bogi Þór Arason (13. mars 2006). „„Slátrarinn" sem tapaði öllum Balkanstríðunum“. Morgunblaðið. bls. 14.