Frederik Willem de Klerk

suður-afrískur stjórnmálamaður
(Endurbeint frá F. W. de Klerk)

Frederik Willem de Klerk (18. mars 193611. nóvember 2021[1]), oft þekktur sem F.W. de Klerk, var sjöundi og jafnframt seinasti forsetinn á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Hann gengdi embætti frá september 1989 til maí 1994. De Klerk var einnig leiðtogi Þjóðarflokks Suður-Afríku (sem varð svo seinna Nýi þjóðarflokkur Suður-Afríku) frá febrúar 1989 til september 1997.

Frederik Willem de Klerk
Frederik Willem de Klerk árið 1990.
Ríkisforseti Suður-Afríku
Í embætti
15. ágúst 1989 – 10. maí 1994
ForveriP. W. Botha
EftirmaðurNelson Mandela
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. mars 1936
Jóhannesarborg, Suður-Afríku
Látinn11. nóvember 2021 (85 ára) Höfðaborg, Suður-Afríku
StjórnmálaflokkurÞjóðernissinnaflokkur Suður-Afríku
Nýi þjóðernissinnaflokkur Suður-Afríku
StarfFyrrverandi forseti Suður-Afríku, stjórnmálamaður og lögfræðingur
Þekktur fyrirBaráttu gegn aðskilnaðarstefnunni
Undirskrift

De Klerk var þekktastur fyrir að hafa stuðlað að endalokum aðskilnaðarstefnunnar og fyrir framtak sitt við umbreytingu Suður-Afríku yfir í fjöl-kynþátta samfélag þar sem allir þegnar ríkissins, svartir sem hvítir, hafa sömu réttindi og tækifæri. Fyrir þessi verk hlaut hann Friðarverðlaun Félix Houphouët-Boigny árið 1991. Einnig deildi hann tveimur verðlaunum með Nelson Mandela, Verðlaun prinsessunnar af Astúríu árið 1992 og Friðarverðlaun Nóbels árið 1993.

De Klerk var einn af varaforsetum Suður-Afríku í stjórnartíð Nelsons Mandela og var hann orðinn síðasti hvíti maðurinn til að gegna því embætti þegar hann lét af störfum 1996. De Klerk dró sig alfarið úr stjórnmálum árið 1997.

Uppruni og ferill

breyta

De Klerk fæddist hjónunum Jan de Klerk og Corrie Coetzer í Jóhannesarborg 1934. Fjölskylda de Klerks var hin hefðbundna, hvíta, Suður-Afríska fjölskylda og því mjög íhaldssöm. Langafi de Klerks hafði verið öldungardeildarþingmaður, afi hans hafði farið tvisvar í framboð til þings og frænka hans hafði verið gift forsætisráðherra. Árið 1948, árið sem að Þjóðarflokkurinn vann stórsigur í al-hvítri kosningu þar sem aðal áhersluefni þeirra var að koma á aðskilnaðarstefnunni, var faðir de Klerks gerður að aðalritara flokksins í héraði þeirra, svo seinna að ráðherra og að lokum varð hann forseti öldungadeildarinnar. Bróðir de Klerks, Willem, er frjálslyndur blaðamaður og einn af stofnendum Suður-Afríska demókrataflokksins. De Klerk var stúdent frá Monument menntaskólanum í Krugersdorp. Hann útskrifaðist 1958 frá Potchefstroom háskóla með BA og LL.B gráður. Eftir útskriftina fór de Klerk að vinna sem lögfræðingur í Vereeniging. Árið 1959 giftist hann Marike Willemse. Saman eignuðust þau þrjú börn, tvo syni og eina dóttur.

De Klerk var fyrst kosinn í neðri deild þingsins árið 1969 og fór svo í ríkisstjórn 1978. Honum var boðin kennarastaða við Potchefstroom háskóla árið 1972 en hann hafnaði henni vegna setu á þingi. Árið 1978 var hann skipaður samskipta-og velferðarráðherra og árið eftir var hann gerður að orku-og umhverfismálaráðherra. Árið 1982 til 1985 var hann svo innanríkisráðherra og árið 1984 til 1989 skipaði hann embætti menntamálaráðherra.

Lok aðskilnaðarstefnunnar

breyta
 
de Klerk að takast í hendur við samlanda sinn Nelson Mandela

Sem menntamálaráðherra var de Klerk hlynntur aðgreindum háskólum og sem leiðtogi Þjóðarflokksins í sínu héraði var hann ekki þekktur sem talsmaður umbóta. Þó, eftir langan stjórnmálaferil og mjög íhaldssamt orðspor varð hann formaður verligte („þeir upplýstu“), öfl innan stjórnarflokksins sem leiddi til þess að hann var kosinn leiðtogi flokksins á landvísu í febrúar árið 1989 og loks í september sama ár var hann gerður að forseta eftir að hafa tekið við af P. W. Botha sem hafði neyðst til að láta af völdum vegna heilablóðfalls.

Í fyrstu ræðu de Klerks eftir að hafa tekið við sem leiðtogi þjóðarflokksins kallaði hann eftir fordómalausri Suður-Afríku og samningaviðræðum um framtíð landsins. Hann aflétti banni á vinstrisinnaða blökkumannaflokknum ANC og sleppti Nelson Mandela úr fangelsi. Hann afnam aðskilnaðarstefnuna og gerði veginn greiðan fyrir drög að nýrri stjórnarskrá sem myndi miðast við einstaklinginn. Samt sem áður sakaði Anthony Sampson hann um samsekt í blóðugum áflogum milli ANC, Inkatha frjálslyndaflokksins og í málum öryggissveitanna. Í ævisögu Nelsons Mandela segir að Sampson hafi ásakað de Klerk fyrir að hafa leyft ráðherrum sínum að byggja sín eigin glæpaveldi.[heimild vantar]

Forsetatíð de Klerks einkenndist af samningaferlinu á milli Þjóðarflokks de Klerks og ANC flokks Mandela, sem leiddi til algjörs lýðræðis í Suður-Afríku.

Árið 1990 gaf de Klerk út þau fyrirmæli að kjarnorkuvopnaáætlun Suður-Afríku ætti að leggja alfarið niður. Afvopnun kjarnavopnanna var lokið 1991. Tilvist áætlunarinnar var þó ekki viðurkennd fyrr en 1993.

Eftir fyrstu frjálsu kosningarnar árið 1994, varð de Klerk fyrsti varaforseti í ríkisstjórn undir þjóðarsameiningu sem að Nelson Mandela leiddi eftir stórsigur í kosningunum. De Klerk hélt þessari stöðu til 1996. Árið 1997 lét hann af embætti sem leiðtogi Þjóðarflokksins og dró sig alfarið úr stjórnmálum.

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Þórgnýr Einar Albertsson (11. nóvember 2021). „De Klerk látinn“. RÚV. Sótt 11. nóvember 2021.


Fyrirrennari:
P. W. Botha
Ríkisforseti Suður-Afríku
(15. ágúst 198910. maí 1994)
Eftirmaður:
Nelson Mandela