8. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
8. nóvember er 312. dagur ársins (313. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 53 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1047 - Teofilatto dei conti di Tuscolo var kjörinn Benedikt 9. páfi.
- 1519 - Montesúma 2. bauð Hernán Cortés velkominn inn í borg Asteka, Tenochtitlán.
- 1520 - Aftökur hófust í Stokkhólmsvígunum.
- 1620 - Orrustan við Hvítafjall gerði út um uppreisn mótmælenda í Bæheimi í Þrjátíu ára stríðinu.
- 1658 - Svíar biðu ósigur fyrir Dönum í orrustunni um Eyrarsund.
- 1766 - Kristján 7. gekk að eiga Karólínu Matthildi Englandsprinsessu, 15 ára frænku sína.
- 1879 - Hið íslenska fornleifafélag var stofnað.
- 1895 - Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvaði röntgengeislana.
- 1923 - Knattspyrnufélag Reykjavíkur hóf að bjóða upp á æfingar í fimleikum í íþróttasal Barnaskóla Reykjavíkur.
- 1923 - Bjórkjallarauppreisnin í München. Adolf Hitler gerði misheppnaða tilraun til að bylta þýsku stjórninni.
- 1932 - Franklin D. Roosevelt var kosinn forseti Bandarikjanna.
- 1949 - Fyrstu umferðarljós voru tekin í notkun á fjórum gatnamótum í miðbæ Reykjavíkur.
- 1960 - John F. Kennedy var kosinn forseti Bandarikjanna.
- 1971 - Hljómsveitin Led Zeppelin gaf út plötu án titils sem varð ein mest selda plata allra tíma.
- 1973 - Bandaríska teiknimyndin Hrói Höttur var frumsýnd.
- 1977 - Málfrelsissjóður var stofnaður á Íslandi.
- 1978 - Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Alþjóða skáksambandsins FIDE og gegndi þeirri stöðu í fjögur ár.
- 1979 - Hjördís Björk Hákonardóttir var skipuð sýslumaður í Strandasýslu, fyrst kvenna til að gegna slíku embætti á Íslandi.
- 1982 - Kenan Evren varð forseti Tyrklands.
- 1983 - Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn.
- 1985 - Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Grandi hf. var stofnað með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
- 1987 - Sprengjutilræðið í Enniskillen: Ellefu létust í sprengjutilræði IRA í Enniskillen á Norður-Írlandi.
- 1988 - George H. W. Bush, fulltrúi repúblikanaflokksins, var kosinn forseti Bandaríkjanna. Michael Dukakis var í framboði fyrir demókrata.
- 1991 - Víetnamskt bátafólk var neytt til að snúa aftur til Víetnam frá Hong Kong.
- 1991 - Evrópusambandið hóf að beita Júgóslavíu viðskiptaþvingunum.
- 1992 - Yfir 350.000 manns söfnuðust saman í Berlín til að mótmæla ofbeldi hægriöfgamanna gegn innflytjendum.
- 1993 - Þjófar gerðu gat í þak Moderna museet í Stokkhólmi og stálu verkum eftir Pablo Picasso og Braque að andvirði 500 milljóna sænskra króna.
- 1994 - Repúblikanar undir forystu Newt Gingrich náðu meirihluta í bæði fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í 40 ár.
- 1996 - 141 lést þegar Boeing 727-farþegaþota hrapaði í Atlantshafið í aðflugi að Lagosflugvelli.
- 2002 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1441 þar sem skilyrðislausrar afvopnunar Íraks var krafist.
- 2002 - Hu Jintao tók við af Jiang Zemin sem aðalritari kínverska kommúnistaflokksins.
- 2003 - 17 létust þegar bílasprengja sprakk í íbúðahverfi í Ríad í Sádí-Arabíu.
- 2006 - Farið var að selja Windows Vista til fyrirtækja.
- 2006 - Daniel Ortega sigraði forsetakosningar í Níkaragva.
- 2013 - Fellibylurinn Haiyan, sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir Filippseyjar.
- 2016 - Donald Trump var kosinn forseti Bandarikjanna.
- 2018 - Skipaáreksturinn í Hjeltefjorden: Norska freigátan Helge Ingstad lenti í árekstri við maltneska tankskipið Sola TS.
- 2018 - Camp-eldurinn hófst í Kaliforníu. Þetta varð einn versti skógareldur í sögu fylkisins. 88 fórust og 18.804 byggingar eyðilögðust.
Fædd
breyta- 30 - Nerva, Rómarkeisari (d. 98).
- 1622 - Karl 10. Gústaf, Svíakonungur (d. 1660).
- 1656 - Edmond Halley, enskur stjörnufrædingur (d. 1742).
- 1816 - Þórarinn Kristjánsson prófastur í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp (d. 1883).
- 1847 - Bram Stoker, írskur rithöfundur (d. 1912).
- 1847 - Jean Casimir-Perier, forseti Frakklands (d. 1907).
- 1848 - Gottlob Frege, þýskur heimspekingur (d. 1925).
- 1888 - Nestor Makhno, úkraínskur stjórnleysingi og byltingarmaður (d. 1934).
- 1900 - Margaret Mitchell, bandarískur rithöfundur (d. 1949).
- 1906 - H. C. Hansen, forsætisráðherra Danmerkur (d. 1960).
- 1906 - Karl Ísfeld, íslenskur blaðamaður, rithöfundur og þýðandi (d. 1960).
- 1916 - Peter Weiss, þýskur rithöfundur og listmálari (d. 1982).
- 1922 - Christiaan Barnard, suðurafrískur hjartaskurðlæknir (d. 2001).
- 1927 - Patti Page, bandarísk söngkona (d. 2013).
- 1928 - Haukur Clausen, frjálsíþróttakappi og tannlæknir (d. 2003), og Örn Clausen, frjálsíþróttakappi og lögfræðingur (d. 2008).
- 1931 - Morley Safer, kanadísk-bandarískur fréttamaður (d. 2016).
- 1935 - Alain Delon, franskur leikari.
- 1946 - Guus Hiddink, hollenskur knattspyrnustjóri.
- 1946 - Roy Wood, breskur tónlistarmaður (Electric Light Orchestra).
- 1954 - Kazuo Ishiguro, breskur rithöfundur.
- 1955 - Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, íslenskur þroskaþjálfi (d. 2019).
- 1965 - Þóroddur Bjarnason, íslenskur félagsfræðingur.
- 1965 - Robert Tappan Morris, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 1968 - Parker Posey, bandarísk leikkona.
- 1971 - Haraldur Örn Ólafsson, íslenskur fjallgöngumaður.
- 1972 - Aksel V. Johannesen, færeyskur stjórnmalamaður.
- 1986 - Aaron Swartz, bandarískur forritari, rithöfundur, andófsmaður og aðgerðarsinni (d. 2013).
- 1990 - Anett Griffel, eistnesk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 618 - Adeódatus 1. páfi.
- 1226 - Loðvík 8. Frakkakonungur (f. 1187).
- 1246 - Berengaria af Kastilíu, drottning Kastilíu og León (f. 1196).
- 1308 - John Duns Scotus, skoskur heimspekingur (f. um 1266).
- 1559 - Christoffer Huitfeldt, hirðstjóri á Íslandi 1541-1542 og flotaforingi (f. um 1501).
- 1674 - John Milton, enskt skáld (f. 1608).
- 1793 - Manon Roland, frönsk stjórnmálakona (f. 1754).
- 1953 - Ivan Bunin, rússneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1870).
- 1986 - Vjatsjeslav Molotov, rússneskur stjórnmálamaður (f. 1890).