Lexicon Islandico-Latino-Danicum
Lexicon Islandico-Latino-Danicum (sem er latína fyrir: Íslensk–latnesk–dönsk orðabók) er fjöltyngd orðabók gefin út á Íslandi eftir Björn Halldórsson með latneskum og dönskum þýðingum. Björn vann að bókinni í 15 ár samfleytt og árið 1786 sendi hann hana til Kaupmannahafnar til prentunar. Orðabókin var hinsvegar fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask, og hafði ritið þá verið endurbætt.
Í bókinni eru um 30 þúsund flettiorð[1] sem eru flest almennur orðaforði 18. aldar. Þess vegna hefur bókin mikið gildi fyrir sögu íslensks orðaforða. Orðabókin var gefin út aftur árið 1992 og sá Jón Aðalsteinn Jónsson um útgáfuna.[1]
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Lexicon Islandico-Latino-Danicum Bókin Lexicon Islandico-Latino-Danicum eftir Björn Halldórsson á Google books (hægt er að skoða hana á PDF formi eða á texta formi)
- Orðabók Björns Halldórssonar á heimasíðu Árnastofnunnar
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070908011959/www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_ordabaekur_ordfraedi_bh „Í henni eru um 30 þúsund flettiorð og er mikill hluti þeirra almennur orðaforði 18. aldar. Bókin hefur því mikið gildi fyrir sögu íslensks orðaforða. Orðabókin var endurútgefin árið 1992 og sá Jón Aðalsteinn Jónsson um það verk.“