Suchinda Kraprayoon

Taílenskur stjórnmálamaður og hershöfðingi

Suchinda Kraprayoon (taílenska: สุจินดา คราประยูร, fæddur 6. ágúst 1933) var forsætisráðherra Taílands frá 7. apríl 1992 til 24. maí 1992. Hann var leiðtogi friðargæsluráðs Taílands sem herjaði valdarán gegn ríkisstjórn þáverandi forsætisráðherra Chatichai Choonhavan þann 23. febrúar 1991.

Suchinda Kraprayoon

Eftir þingkosningar þann 22. mars 1992 var Kraprayoon kosinn í embætti forsætisráðherra. Skipun hans leiddi til mikilla mótmæla í Bangkok sem enduðu með útgöngubanni og hernaðareftirliti. Hundruð manna dóu í mótmælunum þegar hermenn skutu á óvopnaða nemendur og mótmælendur. Kraprayoon sagði af sér þann 24. maí 1992 og varaforsætisráðherra Meechai Ruchuphan tók við af honum þangað til boða mátti til kosninga aftur. Anand Panyarachun tók við af Ruchuphan.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.