Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson (f. 25. maí 1992) er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilaði síðast fyrir enska liðið Bolton Wanderers.
Jón Daði Böðvarsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Jón Daði Böðvarsson | |
Fæðingardagur | 25. maí 1992 | |
Fæðingarstaður | Selfoss, Ísland | |
Hæð | 1.90cm | |
Leikstaða | Framherji/Vængmaður | |
Yngriflokkaferill | ||
Selfoss | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2008-2012 | Selfoss | 80 (18) |
2013-2015 | Viking FK | 81 (15) |
2016 | 1. FC Kaiserslautern | 9 (2) |
2016-2017 | Wolverhampton Wanderers | 42 (3) |
2017-2019 | Reading F.C. | 53 (14) |
2019-2022 | Millwall F.C. | 65 (5) |
2022-2024 | Bolton Wanderers | 78 (14) |
Landsliðsferill | ||
2009-10 2011-14 2012-2022 |
Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
7 (1) 12 (2) 64 (4) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Jón hóf knattspyrnuferilinn sinn hjá uppeldisfélagi sínu UMF Selfoss þaðan hélt hann svo til norska liðsins Viking FK árið 2013. Hann var hluti af íslenska A-landsliðinu sem vann sér sæti á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2016 í fyrsta skipti í sögu karlalandsliðsins. Hann er barnabarn skáldsins Þorsteins frá Hamri.
Knattspyrnuferill
breyta2008-12: Selfoss
breytaFyrsti leikur Jóns Daða fyrir meistaraflokkslið UMF Selfoss var þann 2. júní 2008 í 4-1 bikarsigri á Skallagrími. Jón Daði, sem þá var aðeins 16 ára, kom inn á sem varamaður á 52. mínútu.[1]
2017-2019: Reading FC
breytaSumarið 2017 fór Jón til Reading frá Wolverhampton Wanderers. Hann skoraði sína fyrstu þrennu í bikarleik í janúar 2018. Jón varð markahæstur fyrir liðið tímabilið 2017-2018.
Millwall
breytaSumarið 2019 gekk Jón Daði til liðs við Millwall FC í Austur-Lundúnum. Hann var settur út úr liðinu 2021-2022 hjá nýjum þjálfara og yfirgaf félagið.
Bolton Wanderers
breytaÍ janúar 2022 gekk Jón til liðs við Bolton Wanderers.
Tilvísanir
breyta- ↑ „VISA-bikar karla Skallagrímur 1-4 Selfoss“. KSÍ. Sótt 7. apríl 2016.