Samband íslenskra samvinnufélaga

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS), Sambandið eins og það er kallað í daglegu tali eða Samband eins og það var kallað erlendis var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.

Samband íslenskra samvinnufélaga
Rekstrarform Samvinnufélag
Slagorð
Hjáheiti
Stofnað 20. febrúar 1902
Stofnandi
Örlög
Staðsetning Egilsholti 1
310 Borgarnes
Lykilmenn Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður
Starfsemi Rekstur eignarhaldsfélaga
Heildareignir
Tekjur
Hagnaður f. skatta
Hagnaður e. skatta
Eiginfjárhlutfall
Móðurfyrirtæki
Dótturfyrirtæki
Starfsmenn
Vefsíða

SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Meðal annars rak SÍS skipadeild sem var stofnuð 1946 og sá um vöruflutninga í samkeppni við Eimskipafélag Íslands. Stuttu áður en annar samkeppnisaðili, Hafskip, varð gjaldþrota í lok árs 1985 stóð til að SÍS myndi kaupa fyrirtækið en á stjórnarfundi var kosið gegn því og munaði einu atkvæði.

Þegar leið á 20. öldina varð SÍS öflugasta viðskiptaveldi Íslands og með ítök á flestum sviðum viðskiptalífsins allt fram til ársins 1992 þegar starfsemi þess var orðin nánast engin vegna skulda þess við lánardrottna sína.

Forstjórar SÍSBreyta

Ár Nafn
1917-23 Hallgrímur Kristinsson
1923-46 Sigurður Kristinsson
1946-55 Vilhjálmur Þór
1955-86 Erlendur Einarsson
1986-93 Guðjón B. Ólafsson

HeimildirBreyta

  • „Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra“. Sótt desember 2008.
  • Saga Sambandsins (Ris veldi og fall). Leikstjóri Viðar Víkingsson. 1999.

TenglarBreyta