Laugardalsvöllur
Laugardalsvöllur er knattspyrnuþjóðarleikvangur Íslands og einnig stærsti leikvangur Íslands. Völlurinn er aðallega notaður við iðkun knattspyrnu en einnig er aðstaða fyrir frjálsar íþróttir á honum. Þá hafa stórtónleikar verið haldnir á honum (t.d. Elton John, Guns N' Roses og Ed Sheeran). Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu nota leikvanginn sem heimavöll sinn, auk Fram. Metaðsókn á völlinn var árið 2004 þegar Ísland tók á móti Ítalíu en þá voru samtals 20.204 áhorfendur. Ísland sigraði í leiknum með 2 mörkum gegn engu.[1]
Laugardalsvöllur | |
---|---|
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Hnit | 64°08′36.8″N 21°52′44.3″V / 64.143556°N 21.878972°V |
Byggður | 1958 |
Opnaður | 1959 |
Stækkaður | 1965-1970 - Vesturstúkan stækkuð og yfirbyggð 1997 (seinni stúka) 2006 (eldri stúkan) |
Eigandi | KSÍ |
Yfirborð | Gras (hybrid frá nóv. 2024) |
Notendur | |
Íslenska knattspyrnulandsliðið, Fram | |
Hámarksfjöldi | |
Sæti | 9.800 |
Stæði | 10.000+ |
Stærð | |
105 x 68 metrar |
Saga
breytaStækkun
breytaHugmyndir eru uppi að stækka völlinn í nánustu framtíð og færa frjálsu íþróttirnar annað. [2] En leikvangurinn starfar á undanþágu frá UEFA. [3] Nýjustu hugmyndir fjalla meðal annars um að stækka völlinn í 15.000 eða 17.500 áhorfendur. Síðari kosturinn yrði hugsanlega með opnanlegu þaki. [4]
Stefnt er að því að leggja hybrid gras á völlinn haustið 2024. [5]
Tilvísanir
breyta- ↑ soccernet.espn.go.com/report?id=157667&cc=5739 Geymt 28 janúar 2005 í Wayback Machine, „Iceland v Italy Report“, skoðað 15. maí 2007.
- ↑ Starfshópur velur milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Vísir, skoðað 20. okt, 2017.
- ↑ Allt að 70 milljónir að gera Laugardalsvöll leikhæfan Rúv, skoðað 18 jan. 2020.
- ↑ Valkostagreining Laugardalsvöllur Geymt 28 nóvember 2020 í Wayback Machine Mannvit. Skoðað 26. nóv. 2020.
- ↑ Hybrid gras á Laugardalsvöll Vísir, sótt 2/9 2024
Tenglar
breyta- KSÍ -Laugardalsvöllur Geymt 13 júní 2023 í Wayback Machine