Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson (fæddur 21. febrúar 1939) er íslenskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður Reykjavíkur 19821998, formaður Alþýðuflokksins 19841996, fjármálaráðherra Íslands frá 19871988 og utanríkisráðherra Íslands 19881995. Sendiherra í Washington í Bandaríkjunum og síðar í Helsinki í Finnlandi.

Jón Baldvin árið 2011.

Foreldrar Jóns voru Hannibal Valdimarsson, ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jón er með MA-gráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og Miðstöð Evrópufræða við Harvard-háskóla. Hann útskrifaðist einnig með próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965.

Jón starfaði framan af við blaðamennsku og kennslu. Jón kenndi í Hagaskóla í Reykjavík 1964 – 1970 og var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970 – 1979. Hann vann sem blaðamaður við Frjálsa þjóð 1964 – 1967 og var ritstjóri Alþýðublaðsins 1979 – 1982.

Ásakanir um kynferðislega áreitniBreyta

Jón var kærður til lögreglu vegna meintrar kynferðislegrar áreitni, í formi einkabréfa, við unga frænku eiginkonu sinnar árið 2005 en kærunni var vísað frá. Kæran var tekin upp aftur við embætti saksóknara. Í það skiptið snerist hún um að Jón hefði „sært blygðunarkennd“ viðtakanda bréfsins. Þessu máli var líka vísað frá. Málið komst svo í kastljós fjölmiðla vorið 2012 þegar tímaritið Nýtt líf birti hluta bréfanna ásamt viðtali við stúlkuna, sem hafði fengið bréfin send.[1] Ráðning Jóns sem gestafyrirlesara við Háskóla Íslands 2013 var afturkölluð, þegar umræða um bréfamálið fór aftur af stað í bloggheimum.[2]. Í kjölfar Me too-hreyfingarinnar var Jón aftur ásakaður um kynferðislega áreitni í byrjun árs 2019. Stofnaður var facebook-hópur til að ræða brot hans og umfjallanir komu í fréttamiðlum um konur sem sögðust hafa sætt áreitni af hans hendi. [3]

TilvísanirBreyta

TengillBreyta


Fyrirrennari:
Þorsteinn Pálsson
Fjármálaráðherra
(19871988)
Eftirmaður:
Ólafur Ragnar Grímsson
Fyrirrennari:
Steingrímur Hermannsson
Utanríkisráðherra
(19881995)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.