Bolafjall
Bolafjall er 638 metra hátt fjall fyrir ofan Bolungarvík. Á Bolafjalli er ein af fjórum ratsjárstöðum sem Ratsjárstofnun rak fyrir hönd varnarliðsins og NATO. Ratsjárstöðin á Bolafjalli hóf rekstur 18. janúar 1992 en rekstur hennar er nú í umsjá Landhelgisgæslunnar. Það liggur brattur akvegur upp á Bolafjall. Vegurinn hefur verið opinn bílum í júlí og ágúst. Ofan á Bolafjalli er rennislétt hrjóstrug háslétta og er þar útsýni til allra átta.
Bolafjall | |
---|---|
Hæð | 638 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Bolungarvíkurkaupstaður |
Hnit | 66°10′41″N 23°20′17″V / 66.178009°N 23.338145°V |
breyta upplýsingum |
Árið 2020 veitti ríkisstjórnin styrk til að byggja útsýnispall við fjallið.
Myndir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Bolafjall.
-
Ratsjárstöðin á Bolafjalli
-
Ratsjárstöðin á Bolafjalli
-
Bolafjall frá Bolungarvík
Heimildir
breyta- Varnarsamstarf í 50 ár Geymt 8 ágúst 2006 í Wayback Machine
- Myndir af Bolafjalli