Óson (O3) er fjölgervingsform súrefnis. Sameindin samanstendur af þremur súrefnisfrumeindum, eða einni fleiri en stöðugra form súrefnis, O2.

Óson er litlaust gas við staðalaðstæður. Það myndar dökkbláan vökva við hitastig undir -112 °C og dökkblátt fast efni undir -193 °C. Óson er öflugt oxunarefni. Það er einnig mjög óstöðugt og brotnar niður í venjulegt súrefni í gegnum hvarfið 2O3 → 3O2. Þetta ferli gerist hraðar eftir því sem að hitastig og þrýstingur eykst.

Óson er gríðarlega tærandi, eitrað og algengur mengunarvaldur. Það hefur skarpa, megna lykt. Það er til staðar í litlum skammti yfir allt andrúmsloft Jarðar. Það myndast einnig úr O2 við afhleðslu rafmagns við eldingu og við háorku rafsegulgeislun.

Sum raftæki mynda nógu mikið óson til að það lyktast. Þetta á sérstaklega við um tæki sem að nota háa spennu, eins og sjónvörp og ljósritara. Rafmagnshreyflar sem nota bursta geta einnig myndað óson við endurtekið neistaflug innan í hreyflinum. Stórir hreyflar, eins og þeir sem notaðir eru í lyftur eða vökvadælur, mynda meira óson en minni hreyflar.

Óson var uppgötvað af Christian Friedrich Schoenbein árið 1840.

Ósonlagið

breyta

Mesta samansöfnun ósons í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu, við svæði sem að einnig nefnist ósonlagið. Þar síar það út góðan hluta af útfjólubláu ljósi frá sólinni sem að öðrum kosti myndi vera skaðlegt lífi á jörðinni. Magn ósons í andrúmsloftinu er yfirleitt mælt í Dobson einingum. Óson notað í iðnaði er mælt í milljónarhlutum og prósenta eftir massa eða þyngd.

Tenglar

breyta
  • „Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?“. Vísindavefurinn.
  • „Af hverju er ekki hægt að búa til óson og setja upp í gufuhvolfið?“. Vísindavefurinn.
  • Gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu; grein í Morgunblaðinu 1987
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.