Mohamed Salah

egypskur knattspyrnumaður

Mohamed Salah Hamed Mahrous Ghaly (fæddur 15. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl. Í Evrópu spilaði Salah með FC Basel, Chelsea FC, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool. Hann hefur þrisvar hlotið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Salah
محمد صلاح
Upplýsingar
Fullt nafn Mohamed Salah Hamed Mahrous Ghaly
Fæðingardagur 15. júní 1992 (1992-06-15) (32 ára)
Fæðingarstaður    Nagrig, Egyptaland
Hæð 1,75 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Liverpool FC
Númer 11
Yngriflokkaferill
2006-2010 El Mokawloon
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2010-2012 El Mokawloon 38 (11)
2012-2014 FC Basel 47 (9)
2014-2016 Chelsea F.C. 13 (2)
2015 Fiorentina (lán) 16 (6)
2015-2016 A.S. Roma (lán) 34 (14)
2016-2017 A.S. Roma 31 (15)
2017- Liverpool FC 236 (150)
Landsliðsferill2
2010-2011
2011-2012
2011-
Egyptaland U20
Egyptaland U21
Egyptaland
11 (3)
11 (4)
93 (51)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt. 2022.

Liverpool

breyta

2017-2018

Salah varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að verða leikmaður mánaðarins þrisvar á tímabili. [1]. Hann keppti við Harry Kane um að verða markakóngur tímabilsins og sló markametið í úrvalsdeildinni á einu tímabili; 32 mörk. Salah skoraði 4 mörk í leik gegn Watford í mars. Hann var valinn afríski leikmaður ársins 2017 [2] og leikmaður tímabilsins af samtökum leikmanna (PFA) [3] og leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Salah varð þriðji Liverpool leikmaðurinn sem hefur náð 40 mörkum á tímabili, ásamt Ian Rush og Roger Hunt. [4]

2018-2019

Sumarið 2018 gerði Salah 5 ára samning við Liverpool. Hann varð í þriðja sæti yfir leikmann ársins 2018 í verðlaunum FIFA. Einnig átti hann mark ársins (gegn Everton). [5]

Salah skoraði 22 mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og deildi markakóngstitlinum með Sadio Mané og Pierre Emerick-Aubameyang.

2019-2020

Salah varð Englandsmeistari með Liverpool árið 2020 seint um sumarið á tímabili sem var seinkað vegna Covid-19.

Hann varð fyrsti Liverpool leikmaðurinn til að skora 20 mörk í öllum keppnum 3 tímabil í röð síðan Michael Owen spilaði með félaginu.

2020-2021

Í desember 2020 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeild Evrópu þegar hann tók fram úr Steven Gerrard.[6]

2021-2022

Salah varð fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrsta leik tímabils, fimm tímabil í röð. Hann komst í 100 úrvalsdeildarmörk og inn á topp 30 yfir markahæstu leikmenn í september 2021. Salah skoraði í 10 leikjum í röð og náði þrennu í 5:0 stórsigri Liverpool á Old Trafford. Hann var valinn leikmaður októbermánaðar.

Salah skoraði sitt 150. mark fyrir félagið í febrúar og varð 10. markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Salah deildi markakóngstitlinum með Son Heung-min tímabilið 2021-2022. Hann var einnig stoðsendingahæstur. Kevin De Bruyne var þó valinn bestur á tímabilinu. Salah hlaut verðlaun blaðamanna sem besti leikmaðurinn.

Liverpool vann báða deildarbikarana en var einu stigi á eftir Man City í baráttunni um englandsmeistaratitilinn.

2022-2023

Salah skrifaði undir nýjan 3 ára samning við Liverpool sumarið 2022. [7] Honum gekk illa að skora í byrjun tímabils en skoraði hröðustu þrennu í Meistaradeild Evrópu á 6 mínútum. Í febrúar varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í evrópukeppnum.

Í mars 2023 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni með 2 mörkum í 7-0 sigri á Manchester United. Í apríl varð hann sá leikmaður sem hafði skorað með vinstri fæti þegar hann tók fram úr Robbie Fowler.

2023-2024

Í desember varð Salah fyrsti leikmaðurinn frá Afríku til að skora 150 mörk í ensku úrvalsdeildinni og 200 mörk í öllum keppnum. Hann komst á topp 10 yfir þá markahæstu í deildinni. Auk þess skoraði hann yfir 20 mörk fyrir Liverpool sjöunda tímabilið í röð sem er met.

Egypska landsliðið

breyta

Salah hefur spilað með landsliðinu síðan 2011 og er annar markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann spilaði stórt hlutverk þegar Egyptar komust á HM 2018. Hann skoraði 5 mörk í undankeppninni, þar á meðal 2 mörk í lokaleiknum gegn Kongó. Egyptar komust ekki í gegnum riðlakeppnina í lokakeppninni. Salah skoraði tvö mörk í keppninni.

Í Afríkukeppninni 2022 mætti Egyptaland Senegal í úrslitum og mætti Salah því félaga sínum Sadio Mané úr Liverpool. Svo fór að Senegal vann í vítaspyrnukeppni en Salah fékk ekki að taka síðustu spyrnu Egypta þar sem lið hans hafði klúðrað 2 spyrnum og vann því Senegal 4-2.

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Salah makes history with EA SPORTS award Premier league.com, skoðað 13. apríl, 2018.
  2. Mohamed Salah named BBC African Footballer of the Year BBC. Skoðað 13. apríl, 2018.
  3. Mohamed Salah: Liverpool forward voted PFA Player of the Year 2017-18 BBC, skoðað 23. apríl, 2018.
  4. Salah: Mér er alveg sama um allt annað Vísir, skoðað 16. apríl, 2018.
  5. Luka Modric named best male player and Marta best female player at Fifa awardsBBC
  6. BBC News - Champions League: Midtjylland 1-1 Liverpool - Mohamed Salah becomes record scorerBBC
  7. Salah signs new 3 year contract BBC, sótt 1/7 2022