Ævintýri Indiana Jones

Ævintýri Indiana Jones (enska:The Young Indiana Jones Chronicles) eru bandarískir sjónvarpsþættir sem fjalla um æskuár sögupersónunnar Indiana Jones. Tvær þáttaraðir voru sýndar á árunum 1992–1993 áður en þáttunum var á endanum aflýst. Í kjölfarið á því voru síðan sýndar fjórar sjónvarpsmyndir á árunum 1994–1996. Þættirnir gerast að stórum hluta til í heimsreisu sem Jones fer í ungur að aldri ásamt föður sínum, móður og kennaranum frú Helen Seymour og í fyrri heimstyrjöld þar sem Jones skráir sig í belgíska herinn ásamt vini sínum Remy Baudouin. Í þáttunum heimsækir Jones fjölmörg lönd, þar á meðal Mexíkó, Egyptaland, Kína og fjölda Evrópulanda og kynnist fjöldanum öllum af þekktum persónum úr mannkynssögunni en þeirra á meðal eru Theodore Roosevelt, Pablo Picasso, Sigmund Freud og Charles de Gaulle.

Ævintýri Indiana Jones
LeikararSean Patrick Flanery
Corey Carrier
George Hall
Ronny Coutteure
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill
  Þessi sjónvarpsgrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.